Innlent

Vegfarendur sýni varkárni í kólnandi veðri

Hálkublettir eru á Holtavörðuheiði en annars eru allar aðalleiðir á landinu greiðfærar samkvæmt tilkynningu frá Vegagerðinni. Nú er spáð kólnandi veðri og má því búast við hálku og eru vegfarendur því beðnir um að sýna varkárni.

Vegna endurbóta á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Borgartúns er Borgartún lokað austan Kringlumýrarbrautar að Laugarnesvegi. Vegfarendur og íbúar eru beðnir velvirðingar á óþægindum sem lokunin kann að valda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×