Innlent

Brennuvargar á ferð í nótt

Kveikt var í tveimur blaðagámum í nótt, öðrum í Mosfellsbæ og hinum í Fossvogi í Reykjavík. Slökkviliðið var kvatt á vettvang í bæði skiptin og slökkti eldinn. Engin mannvirki voru í hættu og ekki er vitað hverjir voru þarna að verki. Þá var kveikt í sinu í grennd við Hvaleyrarvatn í Hafnarfirði um miðnættið, en slökkviliðinu tókst að hefta útbreiðslu eldsins áður en hann olli tjóni á trjágróðri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×