Innlent

Íslendingar koma um helgar

Töluverð fjölgun gesta af skemmtiferðaskipum hefur aukið álagið á Þingvöllum.MYND/úr safni
Töluverð fjölgun gesta af skemmtiferðaskipum hefur aukið álagið á Þingvöllum.MYND/úr safni

Stöðugur straumur erlendra ferðamanna er á helstu ferðamannastaðina og eru þeir fleiri nú en í fyrra. Búist er við að enn fleiri leggi land undir fót síðar í sumar.

„Manni finnst eins og þetta sé heldur meira en í fyrra, það koma um sextán til sautján hundruð manns á dag svo þetta er heilmikil umferð,“ sagði Regína Hreinsdóttir, þjóðgarðsvörður í Skaftafelli, en nú er byrjað að bjóða upp á gönguferðir með leiðsögn á íslensku um helgar þar.

„Sumarið er tíminn hjá okkur. Frá maí fram í september er mjög mikið af ferðamönnum hjá okkur. Sérstaklega finnum við fyrir fjölgun skemmtiferðaskipa en gríðarlegt álag er á ákveðnum tímum á Þingvöllum í tengslum við það,“ sagði Einar Ásgeir Sæmundsen, fræðslufulltrúi Þingvalla.

„Við erum með aðeins fleiri heimsóknir inn í gestastofu núna heldur en í maí í fyrra. Þetta eru aðallega erlendir ferðamenn og svo koma Íslendingarnir um helgar,“ sagði Helga Árnadóttir, aðstoðarmaður þjóðgarðsvarðar í Jökulsárgljúfri. -hds




Fleiri fréttir

Sjá meira


×