Facebook sparaði frambjóðendum auglýsingakostnað 16. mars 2009 11:50 Katrín Júlíusdóttir talar um facebook baráttuna miklu. Það voru ekki allir sem eyddu fúlgum fjár í þá miklu prófkjörsbaráttu sem lauk um helgina. Þannig greindi Rósa Guðbjartsdóttir, sem er nýliði í hópi efstu manna á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi, frá því á facebook í gær að hún hefði varið tæpum 150 þúsund krónum í sína prófkjörsbaráttu. Rósa segir að hún hafi tekið þá ákvörðun í upphafi að verja ekki hárri fjárhæð í prófkjörsbaráttuna, sér í lagi vegna þess hvernig efnahagsástandið væri. „Mér fannst líka gott að þurfa ekki að leita til fyrirtækja um styrk. Mér finnst í því felast töluvert frelsi," segir Rósa. Hún segist hafa nýtt sér tengslanetið á facebook mjög mikið. Þá hafi hún jafnframt viljað láta reyna á það hvort sjálfstæðismenn væru ánægðir með sín störf hingað til. En Rósa er bæjarfulltrúi og varaþingmaður. Rósa segir að hún hafi eytt um 145 þúsund krónum í prentun á auglýsingaspjöldum og í að halda opinni kosningamiðstöð síðustu dagana fyrir prófkjörið. Rósa segir að þessi aðferð hennar við prófkjörsbaráttuna hafi skilað henni árangri því að hún hafi náð sæti sem sé þingsæti í dag, en Rósa náði 6. sæti á lista. Katrín Júlíusdóttir sem hlaut annað sætið í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi segist hafa varið um 250 þúsund krónum í prófkjörið sem hafi aðallega farið í prentun á bæklingum og dreifingu. „Þetta kallast held ég að sleppa býsna vel," segir Katrín og bendir á að hún hafi verið svo heppin að fjölskylda hennar og vinir hafi hjálpað henni að bera út bæklingana í Kópavogi, sem er heimabær Katrínar. Katrín segist jafnframt hafa nýtt sér facebook í prófkjörinu og ræktað tengsl sín við stuðningsmenn þar. „Ég kalla þetta facebook prórkjörsbaráttuna miklu," segir Katrín. Katrín segir að hún muni birta uppgjör eftir nokkra daga, en samfylkingarmenn þurfi að skila skýrslu um kostnað við prófkjör til kjördæmaráðs. Þá segir Björgvin Valur Gíslason, sem tók þátt í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík, á bloggi sínu að hann hafi varið um 100 þúsund krónum í prófkjörsbaráttu sína. Björgvin er býsna ánægður með árangur sinn þrátt fyrir að hafa ekki orðið á meðal átta efstu. „Það eina sem ég er ósáttur við er að Sirrý skuli hafa náð betri árangri en ég," segir Björgvin á blogginu sínu. Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Um sextíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Sjá meira
Það voru ekki allir sem eyddu fúlgum fjár í þá miklu prófkjörsbaráttu sem lauk um helgina. Þannig greindi Rósa Guðbjartsdóttir, sem er nýliði í hópi efstu manna á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi, frá því á facebook í gær að hún hefði varið tæpum 150 þúsund krónum í sína prófkjörsbaráttu. Rósa segir að hún hafi tekið þá ákvörðun í upphafi að verja ekki hárri fjárhæð í prófkjörsbaráttuna, sér í lagi vegna þess hvernig efnahagsástandið væri. „Mér fannst líka gott að þurfa ekki að leita til fyrirtækja um styrk. Mér finnst í því felast töluvert frelsi," segir Rósa. Hún segist hafa nýtt sér tengslanetið á facebook mjög mikið. Þá hafi hún jafnframt viljað láta reyna á það hvort sjálfstæðismenn væru ánægðir með sín störf hingað til. En Rósa er bæjarfulltrúi og varaþingmaður. Rósa segir að hún hafi eytt um 145 þúsund krónum í prentun á auglýsingaspjöldum og í að halda opinni kosningamiðstöð síðustu dagana fyrir prófkjörið. Rósa segir að þessi aðferð hennar við prófkjörsbaráttuna hafi skilað henni árangri því að hún hafi náð sæti sem sé þingsæti í dag, en Rósa náði 6. sæti á lista. Katrín Júlíusdóttir sem hlaut annað sætið í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi segist hafa varið um 250 þúsund krónum í prófkjörið sem hafi aðallega farið í prentun á bæklingum og dreifingu. „Þetta kallast held ég að sleppa býsna vel," segir Katrín og bendir á að hún hafi verið svo heppin að fjölskylda hennar og vinir hafi hjálpað henni að bera út bæklingana í Kópavogi, sem er heimabær Katrínar. Katrín segist jafnframt hafa nýtt sér facebook í prófkjörinu og ræktað tengsl sín við stuðningsmenn þar. „Ég kalla þetta facebook prórkjörsbaráttuna miklu," segir Katrín. Katrín segir að hún muni birta uppgjör eftir nokkra daga, en samfylkingarmenn þurfi að skila skýrslu um kostnað við prófkjör til kjördæmaráðs. Þá segir Björgvin Valur Gíslason, sem tók þátt í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík, á bloggi sínu að hann hafi varið um 100 þúsund krónum í prófkjörsbaráttu sína. Björgvin er býsna ánægður með árangur sinn þrátt fyrir að hafa ekki orðið á meðal átta efstu. „Það eina sem ég er ósáttur við er að Sirrý skuli hafa náð betri árangri en ég," segir Björgvin á blogginu sínu.
Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Um sextíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Sjá meira