Doktor Dómsdagur varar enn við hremmingum 27. janúar 2009 18:15 Prófessor Nouriel Roubini. Mynd/AFP Halla mun frekar undan fæti á hlutabréfamörkuðum og munu nýmarkaðsríkin fylgja hinum ríkjunum inn í alvarlega og djúpa kreppa. Svo mælir dr. Nouriel Roubini, prófessor í hagfræði við New York-háskóla. Roubini komst í sviðsljósið fyrir um þremur árum þegar hann spáði fyrir um hremmingar tengdum bandarískum fasteignamarkaði og dómínó-áhrifa því tengdu. Margir af helstu svartsýnisspám hans hafa gengið eftir. Á meðal þeirra voru þrengingar banka og fjármálafyrirtækja af völdum of mikillar skuldsetningar. Fyrir vikið hlaut hann viðurnefnið „Doktor Dómsdagur“.Roubini sagði í samtali við Bloomberg-fréttaveituna í dag hagvöxt í Kína verða undir fimm prósent og að sex milljónir vinnufærra manna muni fara á atvinnuleysisbætur og muni atvinnuleysi toppa í níu prósentum vestanhafs. Þá muni bandaríska hagkerfið ná hápunkti á næsta ári með hagvexti upp á eitt prósent.„Það er engin felustaður lengur til fyrir kreppunni," sagði Roubini og benti á að hremmingarnar teygðu sig nú um allan heim.Hann mælir með því að bandarísk stjórnvöld ríkisvæði stærstu banka landsins. Bankarnir, að hans mati, séu svo illa staddir eftir það sem á undan sé gengið, að skuldir séu langt umfram eignir og séu þeir í raun og veru gjaldþrota. Hugsanlega megi selja þá aftur eftir tvö til þrjú ár.Hann líkti ástandinu nú við efnahagslægðina sem gekk yfir Asíu á tíunda áratug síðustu aldar. Stjórnvöld í Japan hafi látið hjá líða að bjarga fjármálafyrirtækjunum á sama tíma og verðhjöðnun og kreppa reið yfir með þeim afleiðingum að ekki tókst að blása lífi í hagvöxt þar á ný. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Halla mun frekar undan fæti á hlutabréfamörkuðum og munu nýmarkaðsríkin fylgja hinum ríkjunum inn í alvarlega og djúpa kreppa. Svo mælir dr. Nouriel Roubini, prófessor í hagfræði við New York-háskóla. Roubini komst í sviðsljósið fyrir um þremur árum þegar hann spáði fyrir um hremmingar tengdum bandarískum fasteignamarkaði og dómínó-áhrifa því tengdu. Margir af helstu svartsýnisspám hans hafa gengið eftir. Á meðal þeirra voru þrengingar banka og fjármálafyrirtækja af völdum of mikillar skuldsetningar. Fyrir vikið hlaut hann viðurnefnið „Doktor Dómsdagur“.Roubini sagði í samtali við Bloomberg-fréttaveituna í dag hagvöxt í Kína verða undir fimm prósent og að sex milljónir vinnufærra manna muni fara á atvinnuleysisbætur og muni atvinnuleysi toppa í níu prósentum vestanhafs. Þá muni bandaríska hagkerfið ná hápunkti á næsta ári með hagvexti upp á eitt prósent.„Það er engin felustaður lengur til fyrir kreppunni," sagði Roubini og benti á að hremmingarnar teygðu sig nú um allan heim.Hann mælir með því að bandarísk stjórnvöld ríkisvæði stærstu banka landsins. Bankarnir, að hans mati, séu svo illa staddir eftir það sem á undan sé gengið, að skuldir séu langt umfram eignir og séu þeir í raun og veru gjaldþrota. Hugsanlega megi selja þá aftur eftir tvö til þrjú ár.Hann líkti ástandinu nú við efnahagslægðina sem gekk yfir Asíu á tíunda áratug síðustu aldar. Stjórnvöld í Japan hafi látið hjá líða að bjarga fjármálafyrirtækjunum á sama tíma og verðhjöðnun og kreppa reið yfir með þeim afleiðingum að ekki tókst að blása lífi í hagvöxt þar á ný.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira