Indverjar kaupa 200 tonn af gulli frá AGS 4. nóvember 2009 09:44 Indverski seðlabankinn (RBI) hefur fest kaup á 200 tonnum af gulli frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (AGS). Er þetta fyrsta sala sinnar tegundar af gullbirgðum AGS í níu ár. Alls borga Indverjar 4 milljarða punda eða rúmlega 800 milljarða kr. fyrir gullið. Samkvæmt frétt á Timesonline um sölun, sem staðfest var í gærdag, hækkaði heimsmarkaðsverð á gulli upp í 1.078 dollara á únsuna sem er nýtt met. Kaup Indverja drógu úr áhyggjum manna um að fyrirhuguð sala AGS af gullbirgðum sínum myndi skapa offramboð á markaðinum og lækka verðið. Eins og áður hefur komið fram í fréttum hefur AGS ákveðið að selja 403 tonn af 3.217 tonna gullbirgðum sínum. Ástæðan er aukin fjárþörf sjóðsins þar sem hann ætlar að auka framlög sín til vanþróaðra ríkja. Talið er að Kínverjar muni kaupa þau rúmlega 200 tonn sem enn eru í boði hjá AGS. Kínverjar vilja flytja umfangsmiklar dollaraeignir sínar yfir í aðrar myntir eða eignir. Þeir hafa á síðustu árum aukið gullforða sinn úr 600 tonnum og upp í rúmlega 1.000 tonn. Eugen Weinberg greindandi hjá Commerzbank segir að nokkrar ástæður liggi að baki því að markaðurinn hafi tekið því fagnandi að Indverjar keyptu fyrrgreind 200 tonn. Hann nefnir sem dæmi að með Þessu hafi gullið ekki farið á almennan markað heldur í hirslur seðlabanka. Ekki síður sýni salan fram á að núverandi verð á gulli er ekki talið of hátt hjá stórum kaupendum. Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Indverski seðlabankinn (RBI) hefur fest kaup á 200 tonnum af gulli frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (AGS). Er þetta fyrsta sala sinnar tegundar af gullbirgðum AGS í níu ár. Alls borga Indverjar 4 milljarða punda eða rúmlega 800 milljarða kr. fyrir gullið. Samkvæmt frétt á Timesonline um sölun, sem staðfest var í gærdag, hækkaði heimsmarkaðsverð á gulli upp í 1.078 dollara á únsuna sem er nýtt met. Kaup Indverja drógu úr áhyggjum manna um að fyrirhuguð sala AGS af gullbirgðum sínum myndi skapa offramboð á markaðinum og lækka verðið. Eins og áður hefur komið fram í fréttum hefur AGS ákveðið að selja 403 tonn af 3.217 tonna gullbirgðum sínum. Ástæðan er aukin fjárþörf sjóðsins þar sem hann ætlar að auka framlög sín til vanþróaðra ríkja. Talið er að Kínverjar muni kaupa þau rúmlega 200 tonn sem enn eru í boði hjá AGS. Kínverjar vilja flytja umfangsmiklar dollaraeignir sínar yfir í aðrar myntir eða eignir. Þeir hafa á síðustu árum aukið gullforða sinn úr 600 tonnum og upp í rúmlega 1.000 tonn. Eugen Weinberg greindandi hjá Commerzbank segir að nokkrar ástæður liggi að baki því að markaðurinn hafi tekið því fagnandi að Indverjar keyptu fyrrgreind 200 tonn. Hann nefnir sem dæmi að með Þessu hafi gullið ekki farið á almennan markað heldur í hirslur seðlabanka. Ekki síður sýni salan fram á að núverandi verð á gulli er ekki talið of hátt hjá stórum kaupendum.
Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira