Myndatökur í dómsal 8. ágúst 2009 06:00 Í Danmörku og Noregi er lagt bann við því í lögum að taka myndir af sakborningi í dómhúsi og á leiðinni til og frá dómhúsi. Í lögum er jafnframt kveðið á um viðurlög ef brotið er gegn þessu banni og hefur fjölmiðlum verið gert að greiða sektir vegna slíkra brota. Rökin fyrir setningu framangreindra lagareglna í norrænum rétti eru þau að með myndbirtingum af sakborningi í dómhúsi og á leiðinni til og frá dómhúsi sé brotið gegn friðhelgi einkalífs viðkomandi sakbornings sem nýtur verndar stjórnarskrár og alþjóðlegra mannréttindasáttmála. Þessi rök eiga einnig við á Íslandi. Í 71. gr. stjórnarskrárinnar er kveðið á um friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu og sambærilegt ákvæði er að finna í 1. mgr. 8. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu. Það er einn þáttur í friðhelgi einkalífs að hver maður á rétt til eigin myndar. Af því leiðir sú meginreglan að myndataka og myndbirting af manni án hans samþykkis felur í sér brot á friðhelgi einkalífs hans. Samkvæmt sakamálalögum er sakborningi skylt að koma fyrir dóm við þingfestingu sakamáls. Ef sakborningur hlýðir ekki fyrirkalli dómara er heimilt að færa hann fyrir dóm með valdi. Sakborningur hefur því ekkert val. Hann getur ekki ákveðið að sitja heima í skjóli stjórnarskrárvarinna réttinda um friðhelgi heimilis og einkalífs. Honum er skylt að koma fyrir dóm og svara til saka. Á vefsvæði héraðsdóms er birt dagskrá yfir þau mál sem rekin eru fyrir viðkomandi dómstóli. Í dagskránni er greint frá nafni sakbornings, brotategund ásamt stað og stund þegar sakborningur á að mæta fyrir dóm. Fjölmiðlar fylgjast grannt með þessari dagskrá. Þegar sakborningur mætir fyrir dóm samkvæmt lagaboði er hann því auðveld bráð fjölmiðla sem skeyta oft engu um stjórnarskrárvarinn rétt viðkomandi sakbornings til friðhelgi einkalífs og rétt hans til eigin myndar. Með vísan til framangreindra sjónarmiða verður að telja að sú skylda hvíli ótvírætt á íslenskum stjórnvöldum að tryggja grundvallarmannréttindi sakbornings, þ.e. rétt til eigin myndar og friðhelgi einkalífs, séu virt við meðferð sakamála og þeir sem brjóta gegn þessum grundvallarréttindum verði beittir lögmæltum viðurlögum. Hvort fylgja eigi fordæmi Norðmanna og Dana og lögfesta bann við myndatökum af sakborningi í dómhúsi og á leiðinni til og frá dómhúsi verður ekki lagt mat á hér, en það hljóta að vera lágmarksréttindi sakbornings að hann þurfi ekki að sæta því að teknar séu af honum myndir í dómsal gegn vilja hans og þær birtar í fjölmiðlum. Höfundur er héraðsdómslögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Mest lesið Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Í Danmörku og Noregi er lagt bann við því í lögum að taka myndir af sakborningi í dómhúsi og á leiðinni til og frá dómhúsi. Í lögum er jafnframt kveðið á um viðurlög ef brotið er gegn þessu banni og hefur fjölmiðlum verið gert að greiða sektir vegna slíkra brota. Rökin fyrir setningu framangreindra lagareglna í norrænum rétti eru þau að með myndbirtingum af sakborningi í dómhúsi og á leiðinni til og frá dómhúsi sé brotið gegn friðhelgi einkalífs viðkomandi sakbornings sem nýtur verndar stjórnarskrár og alþjóðlegra mannréttindasáttmála. Þessi rök eiga einnig við á Íslandi. Í 71. gr. stjórnarskrárinnar er kveðið á um friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu og sambærilegt ákvæði er að finna í 1. mgr. 8. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu. Það er einn þáttur í friðhelgi einkalífs að hver maður á rétt til eigin myndar. Af því leiðir sú meginreglan að myndataka og myndbirting af manni án hans samþykkis felur í sér brot á friðhelgi einkalífs hans. Samkvæmt sakamálalögum er sakborningi skylt að koma fyrir dóm við þingfestingu sakamáls. Ef sakborningur hlýðir ekki fyrirkalli dómara er heimilt að færa hann fyrir dóm með valdi. Sakborningur hefur því ekkert val. Hann getur ekki ákveðið að sitja heima í skjóli stjórnarskrárvarinna réttinda um friðhelgi heimilis og einkalífs. Honum er skylt að koma fyrir dóm og svara til saka. Á vefsvæði héraðsdóms er birt dagskrá yfir þau mál sem rekin eru fyrir viðkomandi dómstóli. Í dagskránni er greint frá nafni sakbornings, brotategund ásamt stað og stund þegar sakborningur á að mæta fyrir dóm. Fjölmiðlar fylgjast grannt með þessari dagskrá. Þegar sakborningur mætir fyrir dóm samkvæmt lagaboði er hann því auðveld bráð fjölmiðla sem skeyta oft engu um stjórnarskrárvarinn rétt viðkomandi sakbornings til friðhelgi einkalífs og rétt hans til eigin myndar. Með vísan til framangreindra sjónarmiða verður að telja að sú skylda hvíli ótvírætt á íslenskum stjórnvöldum að tryggja grundvallarmannréttindi sakbornings, þ.e. rétt til eigin myndar og friðhelgi einkalífs, séu virt við meðferð sakamála og þeir sem brjóta gegn þessum grundvallarréttindum verði beittir lögmæltum viðurlögum. Hvort fylgja eigi fordæmi Norðmanna og Dana og lögfesta bann við myndatökum af sakborningi í dómhúsi og á leiðinni til og frá dómhúsi verður ekki lagt mat á hér, en það hljóta að vera lágmarksréttindi sakbornings að hann þurfi ekki að sæta því að teknar séu af honum myndir í dómsal gegn vilja hans og þær birtar í fjölmiðlum. Höfundur er héraðsdómslögmaður.
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar