Erlent

Vilja að Obama beiti hernum gegn Íran

Mynd/AP
Meirihluti Bandaríkjamanna vilja beita hervaldi til að koma í veg fyrir að Íranir komi sér upp kjarnorkuvopnum. Afgerandi meirihluti þeirra telja að Barack Obama, Bandaríkjaforseti, eigi að beita sér af miklum þunga í málinu.

Íranir hafa verið harðlega gagnrýndir af leiðtogum Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands eftir að upplýst var að þeir hefðu leynilega komið sér upp nýrri auðgunarstöð á úrani. Fjölmörg ríki óttast að tilraunir Írana með úran miði að því að gera þeim kleift að koma sér upp kjarnorkuvopnum. Íranar hafa neitað því og að tilgangurinn sé að búa til eldsneyti.

Í nýrri skoðanakönnum sem birt var í kvöld kemur fram að 69% Bandaríkjamanna telja að Obama hafi ekki beitt sér af nægjanlega miklum þunga til að stöðva tilraunir Írana. Þá vilja 61% Bandaríkjamanna að hernum verði beitt til að koma í veg fyrir að Íranir auðgi úran og komi sér upp kjarnorkuvopnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×