Innlent

Samið við hávaðasaman hana í Eyjum

Stoltur hani af landnámsætt, sem býr búi sínu í hænsnakofa í miðbæ Vestmannaeyjakaupstaðar, hefur orðið við þeim tilmælum lögreglunnar að raska ekki ró nágranna sinna ókristilega snemma á morgnana. Fólk í nágrenni við kofann kvartaði nýverið við lögreglu yfir því að haninn vekti það með miklu gali á slaginu sjö á hverjum morgni, þegar það þyrfti ekki að vakna alveg svo snemma. Í stað þess að aflífa hanann náði hið milda yfirvald því samkomulagi við eiganda hanans, sem aftur samdi við hanann sjálfan, um að fresta galinu til klukkan átta og hefur ekki verið kvartað síðan.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×