Viðskipti innlent

Peningastefnunefnd tekur sjálfstæðar ákvarðanir

Svein Harald Øygard seðlabankastjóri segir að ákvörðun um stýrivexti sé tekin sjálfstætt af peningastefnunefnd í samræmi við lögin um Seðlabanka Íslands.

Fréttastofa hafði samband við seðlabankastjóra vegna þeirra ummæla Franek Rozwadowski fulltrúa AGS á Íslandi á fundi í morgun að forsendur séu ekki enn til staðar fyrir frekari lækkun stýrivaxta

Seðlabankans.Spurningu um viðbrögð við þessum orðum Franek svarar Svein Harald á eftirfarandi hátt: „Seðlabanki Íslands hefur átt ágætar viðræður við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um þessi mál. Bankinn þekkir því sjónarmið sjóðsins vel og tekur mið af þeim og öðrum sjónarmiðum þegar staðan er metin. Ákvörðun um stýrivexti er tekin sjálfstætt af peningastefnunefndinni í samræmi við lögin um Seðlabanka Íslands."














Fleiri fréttir

Sjá meira


×