Innlent

Þriggja bíla árekstur í dag

Lögreglan og sjúkrabíll voru kölluð á slysstað á Sæbrautinni í dag. Ástæðan var þriggja bíla árekstur sem varð á háannatíma eða klukkan fimm í dag.

Einn farþegi kvartaði undan eymslum í baki og var færður undir læknishendur til öryggis.

Nokkuð eignatjón varð af árekstrinum en aðrir farþegar sluppu ómeiddir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×