Innlent

Fjórir þjófar í gæsluvarðhald

Fjórir menn af erlendum uppruna voru handteknir í Árbæ í gærkvöldi grunaðir um innbrot og þjófnað. Lögreglan fékk tilkynningu um innbrot og greip mennina í kjölfarið. Á þeim fannst mikið af tóbaki að sögn lögreglunnar.

Mennirnir hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald út vikuna en lögreglan hefur rökstuddan grun um að þeir tengist fleiri innbrotum.

Fyrir er þjófagengi í haldi grunað um á þriðja tug innbrota. Í gær voru þrír þeirra úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald til 4. september.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×