Viðskipti innlent

Kaupþing fellur frá lögbannskröfu

Skilanefnd Kaupþings og bankastjóri Nýja Kaupþings hafa ákveðið að höfða ekki staðfestingarmál vegna umfjöllunar RÚV um trúnaðarupplýsingar um viðskiptavini, segir í tilkynningu , sem bankinn sendi frá sér í nótt.

Þar segir að ástæða lögbannsbeiðninnar hafi verið að standa vörð um trúnaðarsamband við núverandi viðskiptavini bankans, en ekki að leyna upplýsingum um lánveitingar til eigenda Kaupþings, enda liggi þær fyrir hjá Fjármálaeftirlitinu, sérstökum saksóknara og rannsóknanefnd Alþingis.

Í samþykkt Blaðamannafélags Íslands og Félags fréttamanna á RÚV í gær, segir að lögbannið sé fráleitt, það gangi gegn hagsmunum almennings og hafi þann eina tilgang að þagga niður fréttaflutning um hrunið, aðdraganda þess og eftir atvikum ábyrgðarmenn.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×