Kemur í veg fyrir aðra óráðsíu 6. nóvember 2009 05:30 gylfi Magnússon „Við ætlum ekki að breyta þeirri grundvallarhugmynd að einkahlutafélög eru með takmarkaðar ábyrgðir. Það er grundvöllur hlutafélagaformsins,“ segir Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra. Áætlað er að skuldir einkahlutafélaga nemi hátt í tvö þúsund milljörðum króna. Haft hefur verið eftir Gylfa að féð sé að mestum hluta glatað þar sem litlar sem engar eignir eru á móti skuldum. Ríkisstjórnin undirbýr umfangsmiklar breytingar á lögum um hlutafélög og einkahlutafélög. Gylfi nefndi nokkrar þeirra á fundi Íslandsbanka um mikilvægi fjárfesta í endurreisn hagkerfisins í gær. Þar á meðal eru reglur um æðstu stjórnendur fjármálafyrirtækja, hertar reglur um lán með veði í hlutabréfunum sjálfum, lán til tengdra aðila og aukin ábyrgð endurskoðenda. Í þeim stjórnarfrumvörpum sem þegar eru komin til Alþingis er fjallað um kynjahlutfall í stjórnum fyrirtækja og þak á eignarhlut tengdra aðila í skráðu félagi. Þá er stefnt að því að leggja fyrir þingið á næstunni stjórnarfrumvarp sem þrengir svigrúm fjármálafyrirtækja til lánveitinga, svo sem veitingu á lánum sem nýta á til kaupa á hlutabréfum sömu fjármálafyrirtækja. Þá er stefnt að því að leggja fyrir þingið frumvarp um verndun minnihluta í hlutafélögum og einkahlutafélögum. „Þetta eru viðbrögð við því sem fór úrskeiðis á uppgangstímunum og á að koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig,“ segir Gylfi. - jab Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Sjá meira
„Við ætlum ekki að breyta þeirri grundvallarhugmynd að einkahlutafélög eru með takmarkaðar ábyrgðir. Það er grundvöllur hlutafélagaformsins,“ segir Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra. Áætlað er að skuldir einkahlutafélaga nemi hátt í tvö þúsund milljörðum króna. Haft hefur verið eftir Gylfa að féð sé að mestum hluta glatað þar sem litlar sem engar eignir eru á móti skuldum. Ríkisstjórnin undirbýr umfangsmiklar breytingar á lögum um hlutafélög og einkahlutafélög. Gylfi nefndi nokkrar þeirra á fundi Íslandsbanka um mikilvægi fjárfesta í endurreisn hagkerfisins í gær. Þar á meðal eru reglur um æðstu stjórnendur fjármálafyrirtækja, hertar reglur um lán með veði í hlutabréfunum sjálfum, lán til tengdra aðila og aukin ábyrgð endurskoðenda. Í þeim stjórnarfrumvörpum sem þegar eru komin til Alþingis er fjallað um kynjahlutfall í stjórnum fyrirtækja og þak á eignarhlut tengdra aðila í skráðu félagi. Þá er stefnt að því að leggja fyrir þingið á næstunni stjórnarfrumvarp sem þrengir svigrúm fjármálafyrirtækja til lánveitinga, svo sem veitingu á lánum sem nýta á til kaupa á hlutabréfum sömu fjármálafyrirtækja. Þá er stefnt að því að leggja fyrir þingið frumvarp um verndun minnihluta í hlutafélögum og einkahlutafélögum. „Þetta eru viðbrögð við því sem fór úrskeiðis á uppgangstímunum og á að koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig,“ segir Gylfi. - jab
Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Sjá meira