Sigmundur Davíð: Ríkisstjórnin fórnaði öllu fyrir þetta 18. október 2009 16:59 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. „Þetta er bara algjörlega afleitt," segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, um nýtt samkomulag sem hefur náðst við Breta og Hollendinga um Icesave-málið. Hann segist sjálfur hafa bent á það á sínum tíma, þegar fyrirvararnir voru samþykktir, að helsti gallinn væri sá að Íslendingar væru að taka þessa Icesave upphæð að láni en ætluðu bara að endurgreiða hana að hluta. Þetta segir hann ekki rétta nálgun. Hann segir að kosturinn við fyrri samninga hafi helst verið þeir að Bretar og Hollendingar sjálfir myndu hafna samningnum. „Svo kemur annað á daginn, ríkisstjórnin var tilbúinn að gefa allt fyrir þetta," segir Sigmundur sem telur ámælisvert hvernig ríkisstjórnin virðist hafa beitt sér í þágu Hollendinga og Breta en ekki Íslendinga. Spurður hvort sameiginleg yfirlýsing fjármálaráðherra Íslands, Breta og Hollendinga um að viðurkennt verði að Ísland beri ekki ljósa lagalega ábyrgð á því að borga Icesave, styrki ekki einmitt málstað Íslendinga, segir Sigmundur yfirlýsinguna einmitt hafa þveröfug áhrif. „Yfirlýsingin gerir stöðu okkar verri en ella. Þeir geta alltaf bent á að þó við séum ekki lagalega ábyrg þá viðurkennum við engu að síður skyldur til þess að greiða Icesve," segir Sigmundur. Hann gagnrýnir einnig vinnuferli málsins harðlega. Hann segir að hugmynd hans og Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, um að gera þjóðunum gagntilboð hafi verið hafnað. Engu að síður eru embættismenn sendir út til þess að endursemja um lög sem þegar var búið að samþykkja á Alþingi. „Þetta hef ég aldrei heyrt um áður, að lög sem eru samþykkt á Alþingi Íslands séu borin undir aðrar þjóðir," segir Sigmundur Davíð. Hann segir niðurstöðuna sem nú liggur fyrir allt aðra en samningurinn sem var samþykktur á Alþingi í lok ágúst. Meðal stærstu breytinganna er 2024 ákvæðið sem hefur verið fellt niður. Að sögn Sigmundar þýðir það að allt verði greitt til baka, sama hversu langan tíma það tekur, með vöxtum. „Það versta í þessu er að allan þennan tíma hafa íslensk stjórnvöld barist fyrir hagsmunum Hollendinga og Breta í þessu máli," segir Sigmundur og bendir meðal annars á að sömu menn voru sendir á samningafund Breta og Hollendinga og sömdu um upphaflegu samningana. „Þeir voru því að endursemja um eigin niðurstöðu," segir Sigmundur sem telur að það hefði verið mun heppilegra að fá erlenda og óháða aðila til þess að sjá um samningagerðina. Framsókn stakk upp á því á sínum tíma að sögn Sigmundar, en því var hafnað. Sigmundur auk stjórnarandstöðuflokkanna sá ekki niðurstöðuna fyrr en klukkustund áður en það var kynnt fyrir þjóðinni. Frumvarpið verður lagt fyrir þing í vikunni og telur Sigmundur afar hæpið að ríkisstjórnin sé með meirihluta til þess að samþykkja frumvarpið. Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
„Þetta er bara algjörlega afleitt," segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, um nýtt samkomulag sem hefur náðst við Breta og Hollendinga um Icesave-málið. Hann segist sjálfur hafa bent á það á sínum tíma, þegar fyrirvararnir voru samþykktir, að helsti gallinn væri sá að Íslendingar væru að taka þessa Icesave upphæð að láni en ætluðu bara að endurgreiða hana að hluta. Þetta segir hann ekki rétta nálgun. Hann segir að kosturinn við fyrri samninga hafi helst verið þeir að Bretar og Hollendingar sjálfir myndu hafna samningnum. „Svo kemur annað á daginn, ríkisstjórnin var tilbúinn að gefa allt fyrir þetta," segir Sigmundur sem telur ámælisvert hvernig ríkisstjórnin virðist hafa beitt sér í þágu Hollendinga og Breta en ekki Íslendinga. Spurður hvort sameiginleg yfirlýsing fjármálaráðherra Íslands, Breta og Hollendinga um að viðurkennt verði að Ísland beri ekki ljósa lagalega ábyrgð á því að borga Icesave, styrki ekki einmitt málstað Íslendinga, segir Sigmundur yfirlýsinguna einmitt hafa þveröfug áhrif. „Yfirlýsingin gerir stöðu okkar verri en ella. Þeir geta alltaf bent á að þó við séum ekki lagalega ábyrg þá viðurkennum við engu að síður skyldur til þess að greiða Icesve," segir Sigmundur. Hann gagnrýnir einnig vinnuferli málsins harðlega. Hann segir að hugmynd hans og Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, um að gera þjóðunum gagntilboð hafi verið hafnað. Engu að síður eru embættismenn sendir út til þess að endursemja um lög sem þegar var búið að samþykkja á Alþingi. „Þetta hef ég aldrei heyrt um áður, að lög sem eru samþykkt á Alþingi Íslands séu borin undir aðrar þjóðir," segir Sigmundur Davíð. Hann segir niðurstöðuna sem nú liggur fyrir allt aðra en samningurinn sem var samþykktur á Alþingi í lok ágúst. Meðal stærstu breytinganna er 2024 ákvæðið sem hefur verið fellt niður. Að sögn Sigmundar þýðir það að allt verði greitt til baka, sama hversu langan tíma það tekur, með vöxtum. „Það versta í þessu er að allan þennan tíma hafa íslensk stjórnvöld barist fyrir hagsmunum Hollendinga og Breta í þessu máli," segir Sigmundur og bendir meðal annars á að sömu menn voru sendir á samningafund Breta og Hollendinga og sömdu um upphaflegu samningana. „Þeir voru því að endursemja um eigin niðurstöðu," segir Sigmundur sem telur að það hefði verið mun heppilegra að fá erlenda og óháða aðila til þess að sjá um samningagerðina. Framsókn stakk upp á því á sínum tíma að sögn Sigmundar, en því var hafnað. Sigmundur auk stjórnarandstöðuflokkanna sá ekki niðurstöðuna fyrr en klukkustund áður en það var kynnt fyrir þjóðinni. Frumvarpið verður lagt fyrir þing í vikunni og telur Sigmundur afar hæpið að ríkisstjórnin sé með meirihluta til þess að samþykkja frumvarpið.
Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira