Sport

Leob brjálaður við stýrið í Noregi

Sebastian Loeb hefur ekið eins og brjálæðingar að sögn helsta keppinauts hans.
Sebastian Loeb hefur ekið eins og brjálæðingar að sögn helsta keppinauts hans. Mynd: Getty Images

Rallökumenn í heimsmeistaramótinu þeysa nú á ísilögðum vegum í Noregi og Fraikkinn Sebastian Loeb er í forystuhlutverki á Citroen.

"Ég hefur ekið út á ystu nöf frá upphafi og á öllum sérleiðum. Mér gekk vel, var fljótur og gerði engin mistök. Ég ók eins hratt og mögulegt var", sagði Loeb í dag. Hann náði 10 sekúndna forskoti og Miko Hirvonen, en rallið stendur fram á sunnudag.

"Hraði Loeb kom mér á óvart í dag. Hann ekur eins og brjálæðingur og ég líka. Loeb er örlítið fljótari og hvorugur okkar hefur gert mistök. Hann má samt ekki sleppa frá mér í dag og auka forskotið", sagði Hirvonen.

Loeb vann fyrsta rallmót ársins og er núverandi heimsmeistari.

Staðan í Noregi 1. Sebastien Loeb Citroen 1:47:12.4

2. Mikko Hirvonen Ford + 10.7

3. Jari-Matti Latvala Ford + 49.9

4. Dani Sordo Citroen + 2:26.8

5. Henning Solberg Ford + 2:39.0

6. Petter Solberg Citroen + 3:01.1

7. Matthew Wilson Ford + 3:58.1

8. Urmo Aava Ford + 4:45.0

9. Mads Ostberg Subaru + 5:59.8

10. Conrad Rautenbach Citroen + 6:42.8








Fleiri fréttir

Sjá meira


×