Innlent

Hundruðir skáta í Viðey

Frá landsmóti skáta.
Frá landsmóti skáta.

Í Viðey er samankominn fjöldi skáta frá öllum landshornum en þar stendur nú yfir skátamót. Mótið hófst í gær og hefur það farið afar vel fram.

Veðrið lék við skátana á fyrsta degi mótsins, sólin skein mestallan daginn og himinn heiðskýr.

Þátttakendur á skátamótinu eru á fjórða hundrað og eru á ýmsum aldri, frá 7 ára drekaskátum upp í þrítuga Róveskáta. Fjöldi gesta hefur lagt leið sína út í eyju dag hvern og tekið þátt í dagskrá sem var sértaklega skipulögð fyrir gesti, almenning og eldri skáta. Var þátttaka ágæt og heppnaðist dagskráin prýðilega.

Kvennahlaup ÍSÍ var hlaupið um land allt í dag. Létu skátarnir sitt ekki eftir liggja og hljóp stór hópur ungra kvenna og manna þriggja kílómetra langa hlaupaleið í Viðey.

Síðar í kvöld verður svo haldið glæsilegt sólstöðubál sem loga mun á meðan hinir fjölmörgu skátar og aðrir Viðeyjargestir skemmta sér með söng og gítarspili á kvöldvöku.

Ferjur ganga frá Skarfabakka til Viðeyjar á klukkustundar fresti og hvetja aðstandendur mótsins fólk til að taka ferjuna út í Viðey og skemmta sér með skátunum í kvöld.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landnemamótinu í Viðey.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×