Jóhannes þjálfari KR: Það eru tveir leikir eftir af tímabilinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. mars 2009 22:27 Jóhannes Árnason, þjálfari KR. Mynd/Abton Jóhannes Árnason, þjálfari KR, er sannfærður um að það séu tveir leikir eftir að lokaúrslitum Iceland Express deildar kvenna. Haukar eru aðeins einum sigri á Íslandsmeistaratitlinum eftir dramatískan sigur í framlengingu í kvöld. „Við vorum að spila á móti frábæru liði og þær sýndu í þessum leik breiddina sem er í liðinu með því að fá stig úr öllum áttum. Það er alltaf erfitt að spila á móti svoleiðis liði," sagði Jóhannes Árnason, þjálfari KR eftir tapaði í framlengingu á móti Haukum í kvöld. „Stelpurnar mínar voru að spila vel og við vorum inn í þessu allan tímann. Við hefðum þurft að skora eina körfu í viðbót til þess að vinna Haukana í kvöld. Við verðum bara að vona að heppnin verði með okkur næst," sagði Jóhannes. „Við vorum að gera svolítið mikið af klaufalegum mistökum en þetta er annar leikurinn í röð sem við gerum þau þannig að það er spurning hvort haukarnir séu að framkalla þau hjá okkur. Það er rosalega erfitt að vinna leiki þegar þú nýtir ekki bestu færin sem er möguleiki á að fá í körfubolta. „Það eru allir grátandi í hjartanu inn í klefa. Við berum okkur vel og þegar menn ná að slökkva og kveikja á tölvunni þá endurræsir hún sig og það er hægt að byrja upp á nýtt," sagði Jóhannes spekingslegur en hann vonast eftir að vera þá búinn að endurheimta Helgu Einarsdóttur sem gat ekki spilað vegna meiðsla í gær. „Það munar svakalega um Helgu. Þetta er einn okkar traustasti leikmaður. Hún gerir aldrei mistök og við erum að gera allt sem í okkar valdi stendur að gera hana klára fyrir næsta leik. Hún er hörkutól þannig að ég á ekki von á öðru en að hún verði klár," sagði Jóhannes og bætti við. „Við lítum svo að á að það séu tveir leikir og fjórar æfingar eftir á þessu tímabili. Við ætlum bara að njóta þess." Dominos-deild kvenna Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Fyrrum hlaupstjarna ákærð fyrir morð Sport Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Fleiri fréttir Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Elvar frábær í fyrsta leik ársins Sjá meira
Jóhannes Árnason, þjálfari KR, er sannfærður um að það séu tveir leikir eftir að lokaúrslitum Iceland Express deildar kvenna. Haukar eru aðeins einum sigri á Íslandsmeistaratitlinum eftir dramatískan sigur í framlengingu í kvöld. „Við vorum að spila á móti frábæru liði og þær sýndu í þessum leik breiddina sem er í liðinu með því að fá stig úr öllum áttum. Það er alltaf erfitt að spila á móti svoleiðis liði," sagði Jóhannes Árnason, þjálfari KR eftir tapaði í framlengingu á móti Haukum í kvöld. „Stelpurnar mínar voru að spila vel og við vorum inn í þessu allan tímann. Við hefðum þurft að skora eina körfu í viðbót til þess að vinna Haukana í kvöld. Við verðum bara að vona að heppnin verði með okkur næst," sagði Jóhannes. „Við vorum að gera svolítið mikið af klaufalegum mistökum en þetta er annar leikurinn í röð sem við gerum þau þannig að það er spurning hvort haukarnir séu að framkalla þau hjá okkur. Það er rosalega erfitt að vinna leiki þegar þú nýtir ekki bestu færin sem er möguleiki á að fá í körfubolta. „Það eru allir grátandi í hjartanu inn í klefa. Við berum okkur vel og þegar menn ná að slökkva og kveikja á tölvunni þá endurræsir hún sig og það er hægt að byrja upp á nýtt," sagði Jóhannes spekingslegur en hann vonast eftir að vera þá búinn að endurheimta Helgu Einarsdóttur sem gat ekki spilað vegna meiðsla í gær. „Það munar svakalega um Helgu. Þetta er einn okkar traustasti leikmaður. Hún gerir aldrei mistök og við erum að gera allt sem í okkar valdi stendur að gera hana klára fyrir næsta leik. Hún er hörkutól þannig að ég á ekki von á öðru en að hún verði klár," sagði Jóhannes og bætti við. „Við lítum svo að á að það séu tveir leikir og fjórar æfingar eftir á þessu tímabili. Við ætlum bara að njóta þess."
Dominos-deild kvenna Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Fyrrum hlaupstjarna ákærð fyrir morð Sport Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Fleiri fréttir Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Elvar frábær í fyrsta leik ársins Sjá meira