Áttum að vinna öll lið með 30 stigum 6. janúar 2009 15:31 Jakob Sigurðarson þótti besti leikmaður Iceland Express deildarinnar fyrir áramót Mynd/Stefán "Mig grunaði alveg að þetta gæti orðið ég eða Jón Arnór, en þetta kom samt skemmtilega á óvart," sagði KR-ingurinn Jakob Örn Sigurðarson í samtali við Vísi eftir að hann var kjörinn besti leikmaður fyrstu 11 umferða Iceland Express deildarinnar. Jakob þótti þar með fremstur meðal jafningja í ógnarsterku KR-liðinu en auk hans og Jóns Arnórs Stefánssonar voru þeir Páll Axel Vilbergsson frá Grindavík, Cedric Isom úr Þór og Sigurður Þorsteinsson úr Keflavík kjörnir í úrvalsliðið á fyrri helmingi leiktíðarinnar. Jakob skilaði 17 stigum, 4,5 stoðsendingum og 2 stolnum boltum að meðaltali í ellefu leikjum með KR fyrir áramót, en þeir unnust allir eins og flestir vita. Þá var Jakob með 55% skotnýtingu innan teigs og 47% nýtingu í þriggja stiga skotum og tapaði innan við einum bolta í leik. Vísir spurði Jakob hvort væri samkeppni milli hans og Jóns Arnórs í KR-liðinu. "Nei, alls ekki. Við erum bara með sama markmið og það er að vinna allt. Það er sama markmið allra í KR og þess vegna held ég að sé svona góð stemming í hópnum. Það eru allir að hugsa um það sama." En eru KR-ingar orðnir leiðir á þeim gríðarlegu væntingum sem gerðar eru til liðsins í vetur? "Það bjuggust allir við að við ættum að vinna alla leiki með 30 stigum, en við lentum í nokkrum spennandi leikjum og eigum eflaust eftir að gera það eftir áramót. Við verðum að ná að halda haus og klára þessa leiki. Hversu mikið á KR eftir að bæta sig fram á vor? "Bara heilmikið. Ég held að við eigum helling inni. Við eigum eftir að verða betri varnarlega og þurfum að passa að halda einbeitingunni í öllum leikjum. Við eigum fullt inni." Fer KR taplaust í gegn um leiktíðina - hefur það verið rætt? "Við höfum ekkert talað um það sérstaklega, en ég held að það sé markmið hjá öllum í liðinu. Við tökum einn leik í einu en við ætlum að vinna allt sem í boði er. Það er enginn heimsendir þó við töpum leik í deildinni, en samt er stefnan sett á að vinna alla leiki." Við spurðum Jakob hvort hann hefði viljað sjá Benedikt Guðmundsson þjálfara KR vera valinn besta þjálfarann. "Já, mér finnst hann alveg eiga það skilið. Hann hefur gert mjög vel með okkur og haldið okkur vel á tánum. Það er ekkert auðvelt að búa til góða stemmingu og halda vel utan um hlutina þó maður sé með sterkt lið í höndunum. Mér finnst Einar samt vel að þessu kominn. Hann er búinn að gera vel með nýliða í deildinni." Við spurðum Jakob að lokum hvernig væri að vera kominn heim eftir nokkur ár ytra - hvort deildin væri sterkari nú en þá. "Það vantar auðvitað mikið þegar eru svona fáir útlendingar í deildinni en mér finnast Íslendingarnir betri. Það eru fleiri efnilegri leikmenn í deildinni núna sem maður hefur aldrei spilað á móti og heilt yfir eru íslensku leikmennirnir sterkari nú en þeir voru þá," sagði Jakob. Dominos-deild karla Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Sjá meira
"Mig grunaði alveg að þetta gæti orðið ég eða Jón Arnór, en þetta kom samt skemmtilega á óvart," sagði KR-ingurinn Jakob Örn Sigurðarson í samtali við Vísi eftir að hann var kjörinn besti leikmaður fyrstu 11 umferða Iceland Express deildarinnar. Jakob þótti þar með fremstur meðal jafningja í ógnarsterku KR-liðinu en auk hans og Jóns Arnórs Stefánssonar voru þeir Páll Axel Vilbergsson frá Grindavík, Cedric Isom úr Þór og Sigurður Þorsteinsson úr Keflavík kjörnir í úrvalsliðið á fyrri helmingi leiktíðarinnar. Jakob skilaði 17 stigum, 4,5 stoðsendingum og 2 stolnum boltum að meðaltali í ellefu leikjum með KR fyrir áramót, en þeir unnust allir eins og flestir vita. Þá var Jakob með 55% skotnýtingu innan teigs og 47% nýtingu í þriggja stiga skotum og tapaði innan við einum bolta í leik. Vísir spurði Jakob hvort væri samkeppni milli hans og Jóns Arnórs í KR-liðinu. "Nei, alls ekki. Við erum bara með sama markmið og það er að vinna allt. Það er sama markmið allra í KR og þess vegna held ég að sé svona góð stemming í hópnum. Það eru allir að hugsa um það sama." En eru KR-ingar orðnir leiðir á þeim gríðarlegu væntingum sem gerðar eru til liðsins í vetur? "Það bjuggust allir við að við ættum að vinna alla leiki með 30 stigum, en við lentum í nokkrum spennandi leikjum og eigum eflaust eftir að gera það eftir áramót. Við verðum að ná að halda haus og klára þessa leiki. Hversu mikið á KR eftir að bæta sig fram á vor? "Bara heilmikið. Ég held að við eigum helling inni. Við eigum eftir að verða betri varnarlega og þurfum að passa að halda einbeitingunni í öllum leikjum. Við eigum fullt inni." Fer KR taplaust í gegn um leiktíðina - hefur það verið rætt? "Við höfum ekkert talað um það sérstaklega, en ég held að það sé markmið hjá öllum í liðinu. Við tökum einn leik í einu en við ætlum að vinna allt sem í boði er. Það er enginn heimsendir þó við töpum leik í deildinni, en samt er stefnan sett á að vinna alla leiki." Við spurðum Jakob hvort hann hefði viljað sjá Benedikt Guðmundsson þjálfara KR vera valinn besta þjálfarann. "Já, mér finnst hann alveg eiga það skilið. Hann hefur gert mjög vel með okkur og haldið okkur vel á tánum. Það er ekkert auðvelt að búa til góða stemmingu og halda vel utan um hlutina þó maður sé með sterkt lið í höndunum. Mér finnst Einar samt vel að þessu kominn. Hann er búinn að gera vel með nýliða í deildinni." Við spurðum Jakob að lokum hvernig væri að vera kominn heim eftir nokkur ár ytra - hvort deildin væri sterkari nú en þá. "Það vantar auðvitað mikið þegar eru svona fáir útlendingar í deildinni en mér finnast Íslendingarnir betri. Það eru fleiri efnilegri leikmenn í deildinni núna sem maður hefur aldrei spilað á móti og heilt yfir eru íslensku leikmennirnir sterkari nú en þeir voru þá," sagði Jakob.
Dominos-deild karla Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Sjá meira