Áttum að vinna öll lið með 30 stigum 6. janúar 2009 15:31 Jakob Sigurðarson þótti besti leikmaður Iceland Express deildarinnar fyrir áramót Mynd/Stefán "Mig grunaði alveg að þetta gæti orðið ég eða Jón Arnór, en þetta kom samt skemmtilega á óvart," sagði KR-ingurinn Jakob Örn Sigurðarson í samtali við Vísi eftir að hann var kjörinn besti leikmaður fyrstu 11 umferða Iceland Express deildarinnar. Jakob þótti þar með fremstur meðal jafningja í ógnarsterku KR-liðinu en auk hans og Jóns Arnórs Stefánssonar voru þeir Páll Axel Vilbergsson frá Grindavík, Cedric Isom úr Þór og Sigurður Þorsteinsson úr Keflavík kjörnir í úrvalsliðið á fyrri helmingi leiktíðarinnar. Jakob skilaði 17 stigum, 4,5 stoðsendingum og 2 stolnum boltum að meðaltali í ellefu leikjum með KR fyrir áramót, en þeir unnust allir eins og flestir vita. Þá var Jakob með 55% skotnýtingu innan teigs og 47% nýtingu í þriggja stiga skotum og tapaði innan við einum bolta í leik. Vísir spurði Jakob hvort væri samkeppni milli hans og Jóns Arnórs í KR-liðinu. "Nei, alls ekki. Við erum bara með sama markmið og það er að vinna allt. Það er sama markmið allra í KR og þess vegna held ég að sé svona góð stemming í hópnum. Það eru allir að hugsa um það sama." En eru KR-ingar orðnir leiðir á þeim gríðarlegu væntingum sem gerðar eru til liðsins í vetur? "Það bjuggust allir við að við ættum að vinna alla leiki með 30 stigum, en við lentum í nokkrum spennandi leikjum og eigum eflaust eftir að gera það eftir áramót. Við verðum að ná að halda haus og klára þessa leiki. Hversu mikið á KR eftir að bæta sig fram á vor? "Bara heilmikið. Ég held að við eigum helling inni. Við eigum eftir að verða betri varnarlega og þurfum að passa að halda einbeitingunni í öllum leikjum. Við eigum fullt inni." Fer KR taplaust í gegn um leiktíðina - hefur það verið rætt? "Við höfum ekkert talað um það sérstaklega, en ég held að það sé markmið hjá öllum í liðinu. Við tökum einn leik í einu en við ætlum að vinna allt sem í boði er. Það er enginn heimsendir þó við töpum leik í deildinni, en samt er stefnan sett á að vinna alla leiki." Við spurðum Jakob hvort hann hefði viljað sjá Benedikt Guðmundsson þjálfara KR vera valinn besta þjálfarann. "Já, mér finnst hann alveg eiga það skilið. Hann hefur gert mjög vel með okkur og haldið okkur vel á tánum. Það er ekkert auðvelt að búa til góða stemmingu og halda vel utan um hlutina þó maður sé með sterkt lið í höndunum. Mér finnst Einar samt vel að þessu kominn. Hann er búinn að gera vel með nýliða í deildinni." Við spurðum Jakob að lokum hvernig væri að vera kominn heim eftir nokkur ár ytra - hvort deildin væri sterkari nú en þá. "Það vantar auðvitað mikið þegar eru svona fáir útlendingar í deildinni en mér finnast Íslendingarnir betri. Það eru fleiri efnilegri leikmenn í deildinni núna sem maður hefur aldrei spilað á móti og heilt yfir eru íslensku leikmennirnir sterkari nú en þeir voru þá," sagði Jakob. Dominos-deild karla Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shaktar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Fleiri fréttir „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Sjá meira
"Mig grunaði alveg að þetta gæti orðið ég eða Jón Arnór, en þetta kom samt skemmtilega á óvart," sagði KR-ingurinn Jakob Örn Sigurðarson í samtali við Vísi eftir að hann var kjörinn besti leikmaður fyrstu 11 umferða Iceland Express deildarinnar. Jakob þótti þar með fremstur meðal jafningja í ógnarsterku KR-liðinu en auk hans og Jóns Arnórs Stefánssonar voru þeir Páll Axel Vilbergsson frá Grindavík, Cedric Isom úr Þór og Sigurður Þorsteinsson úr Keflavík kjörnir í úrvalsliðið á fyrri helmingi leiktíðarinnar. Jakob skilaði 17 stigum, 4,5 stoðsendingum og 2 stolnum boltum að meðaltali í ellefu leikjum með KR fyrir áramót, en þeir unnust allir eins og flestir vita. Þá var Jakob með 55% skotnýtingu innan teigs og 47% nýtingu í þriggja stiga skotum og tapaði innan við einum bolta í leik. Vísir spurði Jakob hvort væri samkeppni milli hans og Jóns Arnórs í KR-liðinu. "Nei, alls ekki. Við erum bara með sama markmið og það er að vinna allt. Það er sama markmið allra í KR og þess vegna held ég að sé svona góð stemming í hópnum. Það eru allir að hugsa um það sama." En eru KR-ingar orðnir leiðir á þeim gríðarlegu væntingum sem gerðar eru til liðsins í vetur? "Það bjuggust allir við að við ættum að vinna alla leiki með 30 stigum, en við lentum í nokkrum spennandi leikjum og eigum eflaust eftir að gera það eftir áramót. Við verðum að ná að halda haus og klára þessa leiki. Hversu mikið á KR eftir að bæta sig fram á vor? "Bara heilmikið. Ég held að við eigum helling inni. Við eigum eftir að verða betri varnarlega og þurfum að passa að halda einbeitingunni í öllum leikjum. Við eigum fullt inni." Fer KR taplaust í gegn um leiktíðina - hefur það verið rætt? "Við höfum ekkert talað um það sérstaklega, en ég held að það sé markmið hjá öllum í liðinu. Við tökum einn leik í einu en við ætlum að vinna allt sem í boði er. Það er enginn heimsendir þó við töpum leik í deildinni, en samt er stefnan sett á að vinna alla leiki." Við spurðum Jakob hvort hann hefði viljað sjá Benedikt Guðmundsson þjálfara KR vera valinn besta þjálfarann. "Já, mér finnst hann alveg eiga það skilið. Hann hefur gert mjög vel með okkur og haldið okkur vel á tánum. Það er ekkert auðvelt að búa til góða stemmingu og halda vel utan um hlutina þó maður sé með sterkt lið í höndunum. Mér finnst Einar samt vel að þessu kominn. Hann er búinn að gera vel með nýliða í deildinni." Við spurðum Jakob að lokum hvernig væri að vera kominn heim eftir nokkur ár ytra - hvort deildin væri sterkari nú en þá. "Það vantar auðvitað mikið þegar eru svona fáir útlendingar í deildinni en mér finnast Íslendingarnir betri. Það eru fleiri efnilegri leikmenn í deildinni núna sem maður hefur aldrei spilað á móti og heilt yfir eru íslensku leikmennirnir sterkari nú en þeir voru þá," sagði Jakob.
Dominos-deild karla Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shaktar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Fleiri fréttir „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Sjá meira