Viðskipti innlent

Bandarískur gjaldþrotadómstóll í mál við Nýja Kaupþing

Valur Grettisson skrifar
Kaupþing.
Kaupþing.

Bandaríski gjaldþrotadómstóllinn hefur höfðað mál á hendur Nýja Kaupþing í Héraðsdómi Reykjavíkur. Samkvæmt heimildum Vísis er um að ræða gagnaöflunarmál.

Gamli Kaupþing óskaði eftir greiðslustöðvun í Bandaríkjunum í desember á síðasta ári. Þá námu eignir Kaupþings þar í landi 14,8 milljörðum Bandaríkjadala.

Í frétt um málið sem birtist á vefsíðu Reuters á síðasta ári kom fram að Kaupþing skuldaði 26 milljarða dala í Bandaríkjunum.

Málefni gamla Kaupþings er til meðferðar hjá gjaldþrotadómstól Bandaríkjanna sem nú hefur höfðað mál á hendur nýja bankanum. Dómstóllinn skorar á þá að afhenda gögn.

Ekki hefur fengist staðfest hvaða gögn um ræðir en ekki þykir ólíklegt að gjaldþrotadómstóllinn sé að freistast til þess að fá eignarstöðu bankans á hreint.

Hún hefur aldrei verið gerð opinber en til er mat um eignasafn bankanna sem Deloitte og Oliver Wyman unnu.

Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á föstudaginn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×