Viðskipti innlent

Eftir atvikum

Þótt fjármálakreppan hafi bugað og beygt marga af auðugustu einstaklingum landsins telst þeim til tekna að þeir hafa húmor fyrir aðstæðum sínum. Varla getur verið auðvelt að halda í góða skapið eftir áföll í fjárfestingum og þung högg kreppunnar, sem á stundum hafa sett skarð í veldi þeirra, jafnvel svo það lætur verulega á sjá. Í einhverjum tilvikum hefur verið greint frá heilu auðmannafjölskyldunum sem standa á bjargbrúninni og hafa neyðst til að horfa á uppbyggingu síðustu ára hrynja til grunna. Það nýjasta sem hrynur af vörum fjárfesta síðustu daga spurt hvernig þeir hafi það er því eðlilega: „Eftir atvikum.“





Fleiri fréttir

Sjá meira


×