Segir lög um kynjakvóta skila betri stjórnun fyrirtækja Jón Hákon Halldórsson skrifar 19. nóvember 2009 15:15 Sóley Tómasdóttir er sannfærð um að löggjöf um kynjahlutföll í stjórnum fyrirtækja yrði til bóta. Mynd/ Anton. Það hefur gengið mjög vel í Noregi eftir að lög um kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja voru sett, segir Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna. Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra sagði á ráðstefnu um Kyn og völd í morgun að verði kynjahlutföll ekki orðin jafnari í stjórnum fyrirtækja landsins fljótlega eftir áramót þurfi að breyta lögum. Sóley, sem hefur verið áberandi í umræðunni um aukin rétt kvenna, segist ekki hafa heyrt ræðu Árna. Hún þekki hins vegar þær hugmyndir sem þarna séu reifaðar. „Í Noregi hefur þetta gengið mjög vel. Hlutfall kynjanna hefur jafnast mjög síðan þessi löggjöf var tekin upp þar," segir Sóley. Hún segir augljóst að kynjahlutföll breytist ekki af sjálfu sér. Því sé mikilvægt að stjórnmálafólk taki af skarið. „Það er búið að vera lýðveldi hérna í rúm sextíu ár og við búin að búa hérna í þúsund ár og aldrei hafa konur náð að taka þátt í að stjórna þessu landi til jafns við karla og það er alveg ljóst að það þarf að grípa til einhverrra aðgerða sama hvort þær eru tímabundnar eða ekki," segir Sóley. Sóley segist vera sannfærð um að löggjöfin hafi skilað Norðmönnum betri stjórnun fyrirtækja. „Rannsóknir sýna það. Bæði úttektir á hlutföllum kynjanna í stjórnum. Svo hafa rannsóknir bara sýnt það, að þar sem að stjórnir eru fjölbreyttar bæði hvað varðar kyn og reynslu fólks, að þau fyrirtæki standa betur," segir Sóley. Aðspurð segist Sóley jafnframt viss um að löggjöf sem þessi standist stjórnarskrá. „Stjórnvöld eru til þess að hlutast til um það hvernig fyrirtækjum er stjórnað. Það eru allskonar ákvæði um það hvernig eigi að stjórna fyrirtækjum. Það er ekkert sem segir að það megi ekki setja lög um þetta eins og svo margt annað," segir Sóley. Loks segir Sóley að stjórnvöldum beri að hafa afskipti af því ef eitthvað sé ekki eins og samfélagsþegnar hafi komið sér saman um það hvernig hlutirnir eigi að vera. Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
Það hefur gengið mjög vel í Noregi eftir að lög um kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja voru sett, segir Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna. Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra sagði á ráðstefnu um Kyn og völd í morgun að verði kynjahlutföll ekki orðin jafnari í stjórnum fyrirtækja landsins fljótlega eftir áramót þurfi að breyta lögum. Sóley, sem hefur verið áberandi í umræðunni um aukin rétt kvenna, segist ekki hafa heyrt ræðu Árna. Hún þekki hins vegar þær hugmyndir sem þarna séu reifaðar. „Í Noregi hefur þetta gengið mjög vel. Hlutfall kynjanna hefur jafnast mjög síðan þessi löggjöf var tekin upp þar," segir Sóley. Hún segir augljóst að kynjahlutföll breytist ekki af sjálfu sér. Því sé mikilvægt að stjórnmálafólk taki af skarið. „Það er búið að vera lýðveldi hérna í rúm sextíu ár og við búin að búa hérna í þúsund ár og aldrei hafa konur náð að taka þátt í að stjórna þessu landi til jafns við karla og það er alveg ljóst að það þarf að grípa til einhverrra aðgerða sama hvort þær eru tímabundnar eða ekki," segir Sóley. Sóley segist vera sannfærð um að löggjöfin hafi skilað Norðmönnum betri stjórnun fyrirtækja. „Rannsóknir sýna það. Bæði úttektir á hlutföllum kynjanna í stjórnum. Svo hafa rannsóknir bara sýnt það, að þar sem að stjórnir eru fjölbreyttar bæði hvað varðar kyn og reynslu fólks, að þau fyrirtæki standa betur," segir Sóley. Aðspurð segist Sóley jafnframt viss um að löggjöf sem þessi standist stjórnarskrá. „Stjórnvöld eru til þess að hlutast til um það hvernig fyrirtækjum er stjórnað. Það eru allskonar ákvæði um það hvernig eigi að stjórna fyrirtækjum. Það er ekkert sem segir að það megi ekki setja lög um þetta eins og svo margt annað," segir Sóley. Loks segir Sóley að stjórnvöldum beri að hafa afskipti af því ef eitthvað sé ekki eins og samfélagsþegnar hafi komið sér saman um það hvernig hlutirnir eigi að vera.
Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira