Bresk stjórnvöld æf af reiði út í skilanefnd Landsbankans 5. febrúar 2009 09:18 Bresk stjórnvöld munu vera æf af reiði út í skilanefnd Landsbankans sökum áforma þeirra um að setja Baug í greiðslustöðvun. Þetta kemur fram í grein sem viðskiptafréttastjóri blaðsins The Times skrifar í dag. "Deilan milli Bretlands og Íslands vegna hruns íslenska bankakerfisins er nú að byrja að láta Þorskastríðin líta út eins og huggulega fiskmáltíð," Þannig hefst grein David Wighton um málið. "Fjármálaráðuneytið snýtir rauðu sökum þess að ekkert samráð var haft við ráðuneytið um að setja félag sem á stóran hluta af breska verslunargeiranum í greiðslustöðvun." Fram kemur í grein Wighton að bresk stjórnvöld hafi mikinn áhuga á örlögum Baugs þar sem að helsti lánadrottinn félagsins, Landsbankinn (nú íslenska ríkið), skuldar breskum stjórnvöldum hundruðir milljóna punda eftir að stjórnvöldin tóku að sér að greiða út innistæður af Icesave-reikningunum. Þar að auki hafa stjórnvöld í Bretlandi aðstoðað við að halda verslunarkeðjum Baugs gangandi yfir jólavertíðina síðustu með lánveitingum. Fram kom í frétt hér á Fréttastofu í desember að Landsbankinn hefði fengið 100 milljón punda lán frá stjórnvöldunum af þessum sökum. Bresk stjórnvöld hafa ekki áhuga á að bíða, jafnvel árum saman, eftir því að eignir Baugs verði seldar í Bretlandi eins og skilanefnd Landsbankans hefur hugsað sér að gera. Bretar vilja að þessar eignir verði seldar fyrr en seinna. Fréttina má nálgast hér. Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Bresk stjórnvöld munu vera æf af reiði út í skilanefnd Landsbankans sökum áforma þeirra um að setja Baug í greiðslustöðvun. Þetta kemur fram í grein sem viðskiptafréttastjóri blaðsins The Times skrifar í dag. "Deilan milli Bretlands og Íslands vegna hruns íslenska bankakerfisins er nú að byrja að láta Þorskastríðin líta út eins og huggulega fiskmáltíð," Þannig hefst grein David Wighton um málið. "Fjármálaráðuneytið snýtir rauðu sökum þess að ekkert samráð var haft við ráðuneytið um að setja félag sem á stóran hluta af breska verslunargeiranum í greiðslustöðvun." Fram kemur í grein Wighton að bresk stjórnvöld hafi mikinn áhuga á örlögum Baugs þar sem að helsti lánadrottinn félagsins, Landsbankinn (nú íslenska ríkið), skuldar breskum stjórnvöldum hundruðir milljóna punda eftir að stjórnvöldin tóku að sér að greiða út innistæður af Icesave-reikningunum. Þar að auki hafa stjórnvöld í Bretlandi aðstoðað við að halda verslunarkeðjum Baugs gangandi yfir jólavertíðina síðustu með lánveitingum. Fram kom í frétt hér á Fréttastofu í desember að Landsbankinn hefði fengið 100 milljón punda lán frá stjórnvöldunum af þessum sökum. Bresk stjórnvöld hafa ekki áhuga á að bíða, jafnvel árum saman, eftir því að eignir Baugs verði seldar í Bretlandi eins og skilanefnd Landsbankans hefur hugsað sér að gera. Bretar vilja að þessar eignir verði seldar fyrr en seinna. Fréttina má nálgast hér.
Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira