Barack Obama, Bandaríkjaforseti, segir miður að batamerki í bandarísku efnahagslífi ætli að láta á sér standa. Atvinnuleysi í Bandaríkjunum mælist nú 10,2% en það hefur ekki verið meira í rúman aldarfjórðung.
Obama harmar að tæplega 190 þúsund manns hafi misst vinnuna í október. Ljóst sé að það mun taka langan tíma að reisa við efnahagskerfi landsins.
Um síðustu mánaðarmót mældist 9,8% atvinnuleysi í Bandaríkjunum og um mánaðarmótin ágúst-september mældist það 9,6%.
Atvinnuleysi eykst í Bandaríkjunum
