Eflum fiskvinnslu gunnar örn örlygsson skrifar 7. október 2009 06:00 Á tímum vaxandi atvinnuleysis, kvótaskerðinga og mikillar skuldasöfnunar verðum við að tryggja að bolfisk afli okkar Íslendinga sé unninn hér heima á Íslandi. Ekki eingöngu geta breytingar í þessa veru fjölgað störfum heldur einnig aukið til muna útflutningsverðmæti þjóðarinnar og auðvitað tekjur ríkissjóðs. Fjöldi starfa sem fluttur er út í núverandi ástandi er eitthvað á annað þúsund. Við erum með fólkið, vinnsluhúsin og tækin til að taka á móti þessum afla. Til eru öflug kvótalaus- og kvótalítil fiskvinnslufyrirtæki sem starfa í nánu samráði við Vinnumálastofnun vegna takmörkunar á aðgengi að hráefni til vinnslu. Þegar enginn fiskur eða hráefni til vinnslu fæst keyptur fer starfsfólkið á bætur eða félagið fær greiðslur úr Atvinnuleysistryggingarsjóði. Á sama tíma flytjum við öll þessi störf út með því að gáma tugþúsundir tonna af óunnu bolfisk hráefni. Það sem meira er að erlendu fyrirtækin sem kaupa íslenska gámafiskinn annast vigtun á aflanum sem svo sendist á skýrslum til Fiskistofu til frádráttar á kvóta. Margir vilja meina að vigtunin sé á gráu svæði ytra. Við þetta keppir íslensk fiskvinnsla sem og aukin heldur eru erlendu félögin í styrkjatengdu sjávarútvegs umhverfi. Kvótalausum eða kvótaminni fiskvinnslum hér heima er gert afar erfitt fyrir með þessu fyrirkomulagi. Sem dæmi vil ég nefna að til er sjávarútvegsfyrirtæki sem gerir út nokkra togbáta og á nokkur þúsund tonna kvóta. Allur afli félagsins fer óunnin út í gámum. Um nokkur þúsund tonn er að ræða frá þessum eina aðila. Ég fullyrði að sama félag myndi lifa vel þó svo allur þessi afli þyrfti að fara til vigtunar hér heima og á íslenskan fiskmarkað. Ekki er verið að banna erlendum aðilum að kaupa þennan afla þó svo til uppboðsskyldu kæmi hér heima. Einungis er verið að tryggja jafnræði meðal íslenskra- og erlendra fiskvinnslna. Er of mikið um beðið? Þetta er jú einu sinni hráefni sem veitt er innan íslenskrar landhelgi! Tryggja verður að allur bolfiskafli sem fer ekki beint til vinnslu hér heima fari til uppboðs á fiskneti fiskmarkaðanna. Þetta handónýa fjölnet virkar ekki og er ekkert annað en fyrirsláttur en ég lét vita af vitleysunni ítrekað til stjórnmálamanna síðast þegar "krukkað" var í þessu kerfi innan veggja Alþingis. Það er með ólíkindum að engin höft séu á útflutningi af þessi tagi þar sem almenningur á Íslandi greiðir á fjárlögum nokkra milljarða í stofnanir sem eru eingöngu til vegna okkar sameiginlegu auðlindar. Stofnanir eins og HAFRÓ, Fiskistofu, Landhelgisgæsluna, Siglingastofnun, MATÍS, Sjávarútvegsráðuneytið og fl. Það verður að vera skýlaus krafa okkar að þessu verði breytt. Kvótaminni byggðir fá með breytingum aukin tækifæri sem og tryggjum við vonandi meiri nýliðun en þekkst hefur undanfarin ár í íslenskan sjávarútveg. Það má í raun segja að núverandi stefna hafi markvisst gelt alla nýliðun í íslenskan sjávarútveg á umliðnum árum. Slík gelding er og verður öllum atvinnugreinum dýrkeypt. Undir þetta kvitta allir hagfræðimenntaðir menn. Höfundur er fiskútflytjandi og fyrrverandi alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Á tímum vaxandi atvinnuleysis, kvótaskerðinga og mikillar skuldasöfnunar verðum við að tryggja að bolfisk afli okkar Íslendinga sé unninn hér heima á Íslandi. Ekki eingöngu geta breytingar í þessa veru fjölgað störfum heldur einnig aukið til muna útflutningsverðmæti þjóðarinnar og auðvitað tekjur ríkissjóðs. Fjöldi starfa sem fluttur er út í núverandi ástandi er eitthvað á annað þúsund. Við erum með fólkið, vinnsluhúsin og tækin til að taka á móti þessum afla. Til eru öflug kvótalaus- og kvótalítil fiskvinnslufyrirtæki sem starfa í nánu samráði við Vinnumálastofnun vegna takmörkunar á aðgengi að hráefni til vinnslu. Þegar enginn fiskur eða hráefni til vinnslu fæst keyptur fer starfsfólkið á bætur eða félagið fær greiðslur úr Atvinnuleysistryggingarsjóði. Á sama tíma flytjum við öll þessi störf út með því að gáma tugþúsundir tonna af óunnu bolfisk hráefni. Það sem meira er að erlendu fyrirtækin sem kaupa íslenska gámafiskinn annast vigtun á aflanum sem svo sendist á skýrslum til Fiskistofu til frádráttar á kvóta. Margir vilja meina að vigtunin sé á gráu svæði ytra. Við þetta keppir íslensk fiskvinnsla sem og aukin heldur eru erlendu félögin í styrkjatengdu sjávarútvegs umhverfi. Kvótalausum eða kvótaminni fiskvinnslum hér heima er gert afar erfitt fyrir með þessu fyrirkomulagi. Sem dæmi vil ég nefna að til er sjávarútvegsfyrirtæki sem gerir út nokkra togbáta og á nokkur þúsund tonna kvóta. Allur afli félagsins fer óunnin út í gámum. Um nokkur þúsund tonn er að ræða frá þessum eina aðila. Ég fullyrði að sama félag myndi lifa vel þó svo allur þessi afli þyrfti að fara til vigtunar hér heima og á íslenskan fiskmarkað. Ekki er verið að banna erlendum aðilum að kaupa þennan afla þó svo til uppboðsskyldu kæmi hér heima. Einungis er verið að tryggja jafnræði meðal íslenskra- og erlendra fiskvinnslna. Er of mikið um beðið? Þetta er jú einu sinni hráefni sem veitt er innan íslenskrar landhelgi! Tryggja verður að allur bolfiskafli sem fer ekki beint til vinnslu hér heima fari til uppboðs á fiskneti fiskmarkaðanna. Þetta handónýa fjölnet virkar ekki og er ekkert annað en fyrirsláttur en ég lét vita af vitleysunni ítrekað til stjórnmálamanna síðast þegar "krukkað" var í þessu kerfi innan veggja Alþingis. Það er með ólíkindum að engin höft séu á útflutningi af þessi tagi þar sem almenningur á Íslandi greiðir á fjárlögum nokkra milljarða í stofnanir sem eru eingöngu til vegna okkar sameiginlegu auðlindar. Stofnanir eins og HAFRÓ, Fiskistofu, Landhelgisgæsluna, Siglingastofnun, MATÍS, Sjávarútvegsráðuneytið og fl. Það verður að vera skýlaus krafa okkar að þessu verði breytt. Kvótaminni byggðir fá með breytingum aukin tækifæri sem og tryggjum við vonandi meiri nýliðun en þekkst hefur undanfarin ár í íslenskan sjávarútveg. Það má í raun segja að núverandi stefna hafi markvisst gelt alla nýliðun í íslenskan sjávarútveg á umliðnum árum. Slík gelding er og verður öllum atvinnugreinum dýrkeypt. Undir þetta kvitta allir hagfræðimenntaðir menn. Höfundur er fiskútflytjandi og fyrrverandi alþingismaður.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar