Erlent

Nærri hundrað manns fórust í hryðjuverkaárás í Bagdad

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Nærri hundrað manns fórust í hryðjuverkaárásum al Qaeda í Bagdad, höfuðborg Íraks, í dag.

Þetta eru stærstu árásir sem gerðar hafa verið á borgina frá því að Bandaríkjamenn hófu að draga herlið sitt út úr stærstu borgum Íraks. Yfirvöld í Írak segja að 95 manns hafi farist og meira en 500 særst. Árásum al Qaeda var beint að opinberum byggingum og byggingum fjölmiðla í hjarta Bagdad.

Breska blaðið Telegraph segir að þessi árás muni stuðla að því að fólk telji að írösk stjórnvöld og hersveitir Íraka séu ekki fær um að taka við friðargæslu í landinu af Bandaríkjamönnum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×