Pistill: Öfug fyrning á kvóta útgerðarinnar Friðrik Indriðason skrifar 1. nóvember 2009 14:00 Til er tiltölulega einföld lausn á þeim vanda sem stjórnvöld eru í hvað varðar fyrningarleiðina svokölluðu í sjávarútvegi. Það er einfaldlega að fara öfugt í hana. Í stað þess að sjávarúvegsfyrirtækjum sé gert skylt að afskrifa 5% af kvóta sínum á hverju ári verði þeim boðið upp á að bjóða í hver 5% af aukningu kvótans á næstu misserum eða árum. Fjölmargir, utan Hafrannsóknarstofnunnar, telja að hægt sé að auka kvótann verulega og þá sérstaklega í þorski. Nauðsynlegt sé að grisja stofninn til að stækka hann. Benda þeir á reynslu af slíku við Færeyjar og núna sérstaklega í Barentshafi. Í Barentshafi var talið að þorskstofninn væri í mikilli hættu fyrir nokkrum árum en sjómenn létu sér þær aðvaranir í léttu rúmu liggja og héldu áfram að „ofveiða" þorskinn. Niðurstaðan í ár kemur á óvart því mælingar þeirra vísindamanna sem töldu stofninn í útrýmingarhættu áður fyrr sýna nú að hrygningarstofninn er yfir milljón tonn og óhætt sé að veiða um 700.000 tonn. Það er því örugglega hægt að gefa út 5-10% aukakvóta í þorski, og jafnvel fleiri tegundum. Þar yrði um að ræða 7.500 til 15.000 tonn í þorskinum einum. Þennan kvóta gætu stjórnvöld einfaldlega boðið upp sem leigukvóta á þessu fiskveiðaári og fengju hæstbjóðendur hann til sín. Þetta fyrirkomulag myndi einnig leysa af hólmi annað vandamál sem er að enginn leigukvóti er til staðar á þeim markaði í dag. Það er hinsvegar viðurkennd staðreynd að slíkur leigukvóti verður að vera til staðar til að sjómenn hendi einfaldlega ekki meðafla sínum beint fyrir borð aftur. Tekjurnar fyrir ríkissjóð gætu orðið umtalsverðar með þessu fyrirkomulagi. Hvert kíló af þorskkvóta til leigu á markaðinum í dag, þ.e. þegar hann fæst, selst á um 270 kr. kílóið samkvæmt heimasíðum kvótamarkaða. Andvirði 7.500 tonna leigukvóta fyrir ríkissjóð er því um 2 milljarðar kr. Ríkið gæti einnig ákveðið að bjóða kvótann út til langframa og er andvirðið þá orðið yfir 13 milljarðar kr. Fari svo að hægt verði að auka kvótann enn meira væri slíkt bara hreinar tekjur í sjóði ríkisins. Og útgerðin myndi ekki þurfa að afskrifa neitt hjá sér. Það er frá stöðunni í dag. Sennilega mun útgerðin ekki taka í mál að fara þessa leið enda telur hún sig „eiga" fiskinn við landið og því óréttlátt að fái ekki sjálfkrafa sinn hlut af auknum kvóta ef stjórnvöld ákveða að bæta við hann frá því sem nú er. Útgerðin verður hinsvegar að skilja að hún þarf að leggja sitt af mörkum í þeim erfiðleikum sem íslenska þjóðarbúið býr við. Og enn hefur þeim lögum ekki verið breytt sem segja að fiskimiðin við landið séu sameign þjóðarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Sjá meira
Til er tiltölulega einföld lausn á þeim vanda sem stjórnvöld eru í hvað varðar fyrningarleiðina svokölluðu í sjávarútvegi. Það er einfaldlega að fara öfugt í hana. Í stað þess að sjávarúvegsfyrirtækjum sé gert skylt að afskrifa 5% af kvóta sínum á hverju ári verði þeim boðið upp á að bjóða í hver 5% af aukningu kvótans á næstu misserum eða árum. Fjölmargir, utan Hafrannsóknarstofnunnar, telja að hægt sé að auka kvótann verulega og þá sérstaklega í þorski. Nauðsynlegt sé að grisja stofninn til að stækka hann. Benda þeir á reynslu af slíku við Færeyjar og núna sérstaklega í Barentshafi. Í Barentshafi var talið að þorskstofninn væri í mikilli hættu fyrir nokkrum árum en sjómenn létu sér þær aðvaranir í léttu rúmu liggja og héldu áfram að „ofveiða" þorskinn. Niðurstaðan í ár kemur á óvart því mælingar þeirra vísindamanna sem töldu stofninn í útrýmingarhættu áður fyrr sýna nú að hrygningarstofninn er yfir milljón tonn og óhætt sé að veiða um 700.000 tonn. Það er því örugglega hægt að gefa út 5-10% aukakvóta í þorski, og jafnvel fleiri tegundum. Þar yrði um að ræða 7.500 til 15.000 tonn í þorskinum einum. Þennan kvóta gætu stjórnvöld einfaldlega boðið upp sem leigukvóta á þessu fiskveiðaári og fengju hæstbjóðendur hann til sín. Þetta fyrirkomulag myndi einnig leysa af hólmi annað vandamál sem er að enginn leigukvóti er til staðar á þeim markaði í dag. Það er hinsvegar viðurkennd staðreynd að slíkur leigukvóti verður að vera til staðar til að sjómenn hendi einfaldlega ekki meðafla sínum beint fyrir borð aftur. Tekjurnar fyrir ríkissjóð gætu orðið umtalsverðar með þessu fyrirkomulagi. Hvert kíló af þorskkvóta til leigu á markaðinum í dag, þ.e. þegar hann fæst, selst á um 270 kr. kílóið samkvæmt heimasíðum kvótamarkaða. Andvirði 7.500 tonna leigukvóta fyrir ríkissjóð er því um 2 milljarðar kr. Ríkið gæti einnig ákveðið að bjóða kvótann út til langframa og er andvirðið þá orðið yfir 13 milljarðar kr. Fari svo að hægt verði að auka kvótann enn meira væri slíkt bara hreinar tekjur í sjóði ríkisins. Og útgerðin myndi ekki þurfa að afskrifa neitt hjá sér. Það er frá stöðunni í dag. Sennilega mun útgerðin ekki taka í mál að fara þessa leið enda telur hún sig „eiga" fiskinn við landið og því óréttlátt að fái ekki sjálfkrafa sinn hlut af auknum kvóta ef stjórnvöld ákveða að bæta við hann frá því sem nú er. Útgerðin verður hinsvegar að skilja að hún þarf að leggja sitt af mörkum í þeim erfiðleikum sem íslenska þjóðarbúið býr við. Og enn hefur þeim lögum ekki verið breytt sem segja að fiskimiðin við landið séu sameign þjóðarinnar.
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar