Viðskipti innlent

Ekki blaðamannafundur í Seðlabankanum

Ekki verður haldinn blaðamannafundur í Seðlabankanum í dag í tengslum við ákvörðun bankans að halda stýrivöxtum óbreyttum. Þá koma Peningamál aðeins út á rafrænu formi á heimasíðu bankans.

Þetta er jafnframt fyrsti vaxtaákvörðunardagur ársins.

Á blaðamannafundunum hefur bankastjórn Seðlabankans fært rök fyrir ákvörðun bankans.

Þetta er sömuleiðis í annað sinn sem blaðamannafundurinn er felldur niður. Hitt tilfellið var við vaxtaákvörðun bankans í nóvember.

Þá koma Peningamál, ársfjórðungsrit Seðlabankans, sömuleiðis út klukkan 11 í dag. Útkoman er aðeins á rafrænu formi á heimasíðu bankans.

Seðlabankinn hefur ekki gefið upp ástæður þess að blaðamannafundir hafa verið felldir niður en stöku sinnum hafa Peningamál verið gefin út einungis á rafrænu formi, samkvæmt upplýsingum frá Seðlabankanum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×