Viðskipti innlent

Héraðsnefnd ESB býður íslenskum sveitarfélögum til viðræðna

Í nýlegri fréttatilkynningu frá Héraðanefnd Evrópusambandsins (Committee of the Regions) segir að nefndin fagni þeim skilboðum frá stjórnvöldum á Íslandi um að vilji sé til þess að hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið.

Fjallað er um málið á vefsíðu Sambands sveitarfélaga. Þar segir að í tilkynningunni segir jafnframt að nefndin sé reiðubúin að aðstoða íslensk sveitarfélög við að undirbúa þátttöku þeirra á vettvangi sambandsins.

Loks er formanni Sambands íslenskra sveitarfélaga, Halldóri Halldórssyni, boðið sérstaklega á Open Days, ráðstefnu sem hefst í október, til að hefja viðræður við nefndina.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×