Viðskipti innlent

Hætt við kaup Haga á verslunum BT

Hætt hefur verið við kaup Haga á verslunum og viðskiptavild tölvuverslana BT sem gerður var 20. nóvember í fyrra. Það er gert vegna athugasemda sem komu fram að hálfu Samkeppniseftirlitsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Helga Jóhannessyni hrl. skiptastjóra BT verslana ehf.

Verslanir BT voru í eigu Árdagurs sem fór fram á gjaldþrotaskipti 12. nóvember. Um fimmtíu manns störfuðu hjá BT síðastliðið haust en starfsfólk fékk ekki laun um mánaðamót október-nóvember. Fyrirtækið rak sjö verslanir á landinu en þeim var lokað 31. október.

BT rekur nú tvær verslanir, í Smáralind og á Akureyri.

Þrotabúið mun nú taka við eignunum að nýju og auglýsa til sölu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×