Matur

Nauta carpaccio

Nautalund

Sítrónu safi

sítrónubörkur

Trufluolía

ólífuolía

Salat

Parmesan

Furuhnetur

Salt og pipar

Rífið parmesan niður á smjörpappír og setjið í 200° heitan ofninn og bakið þar til fer að eins að taka lit, takið þá út og kælið.

Kjötið er skorið mjög þunnt niður og raðað á diska. Þá er kjötið kryddað með salt og pipar. Rifið börkinn þunnt niður og dass af sítrónusafa er hellt yfir. Þá er olíu og trufluolía hellt yfir kjötið. Fallegt salat er sett í miðjuna á diskinum. Brjótið svo parmesaninn yfir kjötið. Ristið furuhneturnar og setjið yfir allann diskinn.

Fletjið út pizzadeig mjög þunnt og smyrjið með ólífuolíu dassið sítrónusalti yfir og skerið í mjóar lengjur. Bakið við 220° þar til fallegur litur er kominn á deigið c.a 12 mín. Setjið tvær lengur yfir diskinn og berið fram.

Vínið með forréttinum

Clay Station er vín frá Lodi í Napa. til gamans var vínið að vinna titilinn "framleiðandi ársins í USA" Hann fekk líka verðlaunin hér á Íslandi " Gyllta glasið" Í dag er hann orðin 5 stæðsti Í USA.

Clay Station Viognier. hvítvín frá USA. Vínið er mjög sérstakt, og hefur mikið af aprikosu í bragði. Það er mjög mikil fylling í víninu og heldur þessvegna vel með léttum týpum af kjöti. Osturinn er bónus. Fólk á að smakka þetta vín með mjúkostum gerist ekki betra vegna sætunnar, ef það notar ost einan og sér er sniðugt að nota hunang með honum. Ólýsanlegt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×