Erlent

Hríðskotarifflar við bankarán í Kaupmannahöfn

Óli Tynes skrifar

Fjórir útlendingar vopnaðir hríðskotarifflum og flugeldablysum rændu í morgun banka í Kaupmannahöfn. Einn bankastarfsmaður slasaðist.

Ránið var greinilega vel undirbúið því ræningjarnir höfðu dreift naglamottum og jafnvel strengt keðjur á flóttaleið sinni til þess að gera lögreglunni erfiðara fyrir að komast á vettvang.

Ránið var framið í útibúi Jyske Bank í Valby, sem er eitt af úthverfum Kaupmannahafnar. Bankastarfsmenn segja að ræningjarnir hafi talað dönsku en með sterkum útlenskum hreim.

Lögreglan hefur lokað mörgum götum umhverfis ránsstaðinn.

Ekki hefur verið upplýst um ránsfenginn.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×