Skilanefndir banka og kröfuhafar í uppnámi Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar 8. apríl 2009 05:00 Álfheiður Ingadóttir „Með frumvarpi um slitameðferð fjármálafyrirtækja er verið að setja greiðslustöðvun þeirra í lögformlegt ferli byggt á gjaldþrotaskiptalögum. Við höfum fengið álit við það og umsagnir og skoðum málið þegar það kemur aftur til okkar eftir aðra umræðu á Alþingi," segir Álfheiður Ingadóttir, formaður Viðskiptanefndar Alþingis. Hún bendir á að núverandi gjaldþrotaskiptalög þyki ekki henta fjármálafyrirtækjum. Með frumvarpinu sé verið að setja fastan ramma um þrot þeirra og greiðslustöðvun. Álfheiður bendir þó á að mikilvægt sé að slíta ekki greiðslustöðvun gömlu bankanna. Fulltrúar erlendra kröfuhafa gömlu bankanna munu margir vera argir yfir frumvarpinu, ekki síst þeim hluta þess sem kveður á um að héraðsdómur skipi framvegis þriggja til fimm manna slitastjórn yfir fjármálafyrirtæki. Stjórnirnar eigi að starfa samhliða skilanefndum gömlu bankanna. Viðskiptanefnd hefur lagt til að verkefni skilanefnda færist yfir til slitastjórna á næstu sex mánuðum. Margir kröfuhafar hafa gagnrýnt fyrirkomulagið en þeir telja núverandi skilanefndir ófærar um að semja um eignir gömlu bankanna þar sem frumvarpið takmarki umboð þeirra. Skilanefndir Kaupþings og Landsbankans hafa íhugað að segja upp af þessum sökum, samkvæmt heimildum Markaðarins. „Kröfuhafarnir eru sömuleiðis hræddir um að þau verðmæti sem fólgin eru í þekkingu og samböndum skilanefndanna fari forgörðum ef slitastjórnir taki við," segir Árni Tómasson, formaður skilanefndar Glitnis. Hann segir skilanefnd Glitnis ekki hafa hótað uppsögn. Þó sé ljóst að hún muni stíga sjálfkrafa til hliðar taki slitastjórn við keflinu. „Það væri eðlilegast að hætta samstundis en manni rennur blóðið til skyldunnar," segir hann og bætir við að leitt yrði að sjá samninga sem skilanefndin hafi unnið sleitulaust að verða að engu, komi hnökrar á málið. Gerist það sé hætt við að kröfuhafar slíti samningum og taki eignirnar yfir. Þetta geti átt við eignir Glitnis í Noregi og Lúxemborg, að sögn Árna. Kröfuhafar gömlu bankanna frá Bretlandi og Hollandi funduðu með skilanefndum Glitnis og Landsbanka í síðustu viku. Í kjölfarið óskuðu þeir eftir fundi með viðskiptanefnd. Þar var fátt um svör og sendu kröfuhafar Gylfa Magnússyni viðskiptaráðherra bréf vegna málsins í kjölfarið. „Þetta var óheppilegt því nefndin var búin að skila málinu frá sér til Alþingis og er því ekki lengur með það. Sjónarmið kröfuhafa liggja þegar fyrir," segir Álfheiður og bætir við að málið verði skoðað þegar frumvarpið komi á ný inn á borð nefndarinnar. Markaðir Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Fleiri fréttir „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Sjá meira
„Með frumvarpi um slitameðferð fjármálafyrirtækja er verið að setja greiðslustöðvun þeirra í lögformlegt ferli byggt á gjaldþrotaskiptalögum. Við höfum fengið álit við það og umsagnir og skoðum málið þegar það kemur aftur til okkar eftir aðra umræðu á Alþingi," segir Álfheiður Ingadóttir, formaður Viðskiptanefndar Alþingis. Hún bendir á að núverandi gjaldþrotaskiptalög þyki ekki henta fjármálafyrirtækjum. Með frumvarpinu sé verið að setja fastan ramma um þrot þeirra og greiðslustöðvun. Álfheiður bendir þó á að mikilvægt sé að slíta ekki greiðslustöðvun gömlu bankanna. Fulltrúar erlendra kröfuhafa gömlu bankanna munu margir vera argir yfir frumvarpinu, ekki síst þeim hluta þess sem kveður á um að héraðsdómur skipi framvegis þriggja til fimm manna slitastjórn yfir fjármálafyrirtæki. Stjórnirnar eigi að starfa samhliða skilanefndum gömlu bankanna. Viðskiptanefnd hefur lagt til að verkefni skilanefnda færist yfir til slitastjórna á næstu sex mánuðum. Margir kröfuhafar hafa gagnrýnt fyrirkomulagið en þeir telja núverandi skilanefndir ófærar um að semja um eignir gömlu bankanna þar sem frumvarpið takmarki umboð þeirra. Skilanefndir Kaupþings og Landsbankans hafa íhugað að segja upp af þessum sökum, samkvæmt heimildum Markaðarins. „Kröfuhafarnir eru sömuleiðis hræddir um að þau verðmæti sem fólgin eru í þekkingu og samböndum skilanefndanna fari forgörðum ef slitastjórnir taki við," segir Árni Tómasson, formaður skilanefndar Glitnis. Hann segir skilanefnd Glitnis ekki hafa hótað uppsögn. Þó sé ljóst að hún muni stíga sjálfkrafa til hliðar taki slitastjórn við keflinu. „Það væri eðlilegast að hætta samstundis en manni rennur blóðið til skyldunnar," segir hann og bætir við að leitt yrði að sjá samninga sem skilanefndin hafi unnið sleitulaust að verða að engu, komi hnökrar á málið. Gerist það sé hætt við að kröfuhafar slíti samningum og taki eignirnar yfir. Þetta geti átt við eignir Glitnis í Noregi og Lúxemborg, að sögn Árna. Kröfuhafar gömlu bankanna frá Bretlandi og Hollandi funduðu með skilanefndum Glitnis og Landsbanka í síðustu viku. Í kjölfarið óskuðu þeir eftir fundi með viðskiptanefnd. Þar var fátt um svör og sendu kröfuhafar Gylfa Magnússyni viðskiptaráðherra bréf vegna málsins í kjölfarið. „Þetta var óheppilegt því nefndin var búin að skila málinu frá sér til Alþingis og er því ekki lengur með það. Sjónarmið kröfuhafa liggja þegar fyrir," segir Álfheiður og bætir við að málið verði skoðað þegar frumvarpið komi á ný inn á borð nefndarinnar.
Markaðir Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Fleiri fréttir „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun