Vaxandi óþol gagnvart varkárni Seðlabankans 8. apríl 2009 04:00 Frá síðustu vaxtaákvörðun „Miðað við aðstæður á markaði og ástand efnahagslífsins eiga vextir að fara mjög hratt niður í eins stafs tölu," segir Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA). „Svokölluð varkárni Seðlabankans er í raun óvarkárni, því með þessari leið veikist atvinnulífið stöðugt og einnig grundvöllurinn fyrir efnahagsbata," segir Hannes og telur það bæta gráu ofan á svart ef hávaxtastefnan ógni um leið fjármálastöðugleika í landinu. Fjármálastöðugleikanum segir hann ógnað vegna veikingar krónunnar, sem standi engan veginn undir miklum útgreiðslum vaxta úr landi. Hannes er ekki bjartsýnn á að Seðlabankinn lækki rösklega vexti, vegna fyrri yfirlýsinga um varfærin skref, og telur að sjá eigi til með áhrif á gengi krónunnar sem hafi veikst eftir síðustu lækkun. „Ég held hins vegar að allir sjái að sambandið milli vaxtaákvarðana Seðlabankans og gengisins er ekki fyrir hendi, nema að það virki neikvætt. Aðaldrifkrafturinn á bak við gengisveikinguna er straumur vaxtagreiðslna af innistæðum úr landi. Seðlabankinn nefndi það sjálfur á fundi að í mars hefði níu milljörðum króna verið skipt í evrur vegna vaxta á innstæðum útlendinga hérna. Afgangurinn á viðskiptum fyrir þessum himinháu vöxtum dugar bara ekki, hvort sem innistæðurnar eru í eigu Íslendinga eða útlendinga," segir hann og bætir við að ekki sé von á góðu varðandi gengi krónunnar meðan gjaldeyrir streymi úr landi og lítið sem ekkert komi inn. „Í atvinnulífinu er eiginlega engin þolinmæði gagnvart þessari aðferðafræði Seðlabankans." Fyrir 100 punkta stýrivaxtalækkun Seðlabankans 19. mars mælti skuggabankastjórn Markaðarins með veglegri vaxtalækkun, þótt viðbúið þætti að Seðlabankinn vildi taka fleiri, en smærri skref. Lögð var til 400 punkta (4,0 prósentustiga) lækkun vaxta á næstu vikum. Almennt telja greinendur þó von á varfærnum og smáum skrefum í vaxtalækkunarferli Seðlabankans. Þannig spáir IFS Greining því að bankinn lækki stýrivexti um 100 til 150 punkta og Greining Íslandsbanka spáir 100 punkta lækkun. Næsti vaxtaákvörðunardagur samkvæmt áætlun Seðlabankans er 7. maí næstkomandi.- óká Markaðir Mest lesið Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Viðskipti innlent Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Sjá meira
„Miðað við aðstæður á markaði og ástand efnahagslífsins eiga vextir að fara mjög hratt niður í eins stafs tölu," segir Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA). „Svokölluð varkárni Seðlabankans er í raun óvarkárni, því með þessari leið veikist atvinnulífið stöðugt og einnig grundvöllurinn fyrir efnahagsbata," segir Hannes og telur það bæta gráu ofan á svart ef hávaxtastefnan ógni um leið fjármálastöðugleika í landinu. Fjármálastöðugleikanum segir hann ógnað vegna veikingar krónunnar, sem standi engan veginn undir miklum útgreiðslum vaxta úr landi. Hannes er ekki bjartsýnn á að Seðlabankinn lækki rösklega vexti, vegna fyrri yfirlýsinga um varfærin skref, og telur að sjá eigi til með áhrif á gengi krónunnar sem hafi veikst eftir síðustu lækkun. „Ég held hins vegar að allir sjái að sambandið milli vaxtaákvarðana Seðlabankans og gengisins er ekki fyrir hendi, nema að það virki neikvætt. Aðaldrifkrafturinn á bak við gengisveikinguna er straumur vaxtagreiðslna af innistæðum úr landi. Seðlabankinn nefndi það sjálfur á fundi að í mars hefði níu milljörðum króna verið skipt í evrur vegna vaxta á innstæðum útlendinga hérna. Afgangurinn á viðskiptum fyrir þessum himinháu vöxtum dugar bara ekki, hvort sem innistæðurnar eru í eigu Íslendinga eða útlendinga," segir hann og bætir við að ekki sé von á góðu varðandi gengi krónunnar meðan gjaldeyrir streymi úr landi og lítið sem ekkert komi inn. „Í atvinnulífinu er eiginlega engin þolinmæði gagnvart þessari aðferðafræði Seðlabankans." Fyrir 100 punkta stýrivaxtalækkun Seðlabankans 19. mars mælti skuggabankastjórn Markaðarins með veglegri vaxtalækkun, þótt viðbúið þætti að Seðlabankinn vildi taka fleiri, en smærri skref. Lögð var til 400 punkta (4,0 prósentustiga) lækkun vaxta á næstu vikum. Almennt telja greinendur þó von á varfærnum og smáum skrefum í vaxtalækkunarferli Seðlabankans. Þannig spáir IFS Greining því að bankinn lækki stýrivexti um 100 til 150 punkta og Greining Íslandsbanka spáir 100 punkta lækkun. Næsti vaxtaákvörðunardagur samkvæmt áætlun Seðlabankans er 7. maí næstkomandi.- óká
Markaðir Mest lesið Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Viðskipti innlent Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Sjá meira
Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent
Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent