Innlent

Uppsagnir KNH-verktaka háðar veðurfari

Kristján L. Möller, samgönguráðherra.
Kristján L. Möller, samgönguráðherra.

Kristján L. Möller samgönguráðherra greindi frá því á Alþingi í morgun að forstjóri KNH-verktaka á Ísafirði hefði fullvissað hann um það í gær, að fjöldauppsagnir sem fyrirtækið tilkynnti um í fyrradag, væru einungis varúðarráðstöfun að hálfu fyrirtækisins.

Einar K. Guðfinnsson þingmaður norðvesturkjördæmis vakti athygli á uppsögnum fyrirtækisins og fleiri verktakafyrirtækja vegna verkefnaskorts. Nánast engin útboð væru vegna framkvæmda hjá hinu opinbera.

Samgönguráðherra sagðist vona að 60 starfsmenn KNH-verktaka héldu störfum sínum en það ylli töluvert á veðurfari á svæðum þar sem fyrirtækið væri með verkefni. Þá yrði framkvæmt fyrir 9 til 10 milljarða á vegum samgönguyfirvalda á næsta ári, sem þrátt fyrir kreppu væri eitt það mesta í sögunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×