Erlent

Segir Pólverja ógna norska velferðarríkinu

Óli Tynes skrifar
Frá Osló.
Frá Osló.

Ritari norska Verkamannaflokksins segir að Pólverjar sem fluttir eru inn sem ódýrt vinnuafl stefni norska velferðarríkinu í hættu þegar framí sækir.

Raymond Johansen segir að menn verði að opna augun fyrir því að það sé ekki lausn á skortinum á vinnuafli að flytja inn Pólverja.

Í byrjun ársins voru 42.500 Pólverjar í Noregi. Johansen segir að margir þeirra vinni mikið en þéni lítið og þeir sendi peninga úr landi til fjölskyldna sinna.

Eftir nokkur ár séu þeir útslitnir eftir að hafa unnið í fimmtán klukkustundir í dag og þá taki tryggingastofnunin við þeim.

Johansen óttast að þeir muni vinna sér inn mikil réttindi í Noregi og flytja svo heim til sín aftur með þessi réttindi.

Johansen telur lausnina ekki að taka inn færri Pólverja enda sé það ekki hægt þar sem bæði löndin séu á Evrópska efnahagssvæðinu og lúti frjálsu flæði vinnuafls.

Eina lausnin sé að búa þeim jafn góð starfs- og lífskjör og innfæddum Norðmönnum og forða því þannig að þeir lendi á opinberu framfæri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×