Hlutabréf hafa hækkað of mikið, of snemma og of hratt 5. október 2009 13:15 Hagfræðiprófessorinn Nouriel Roubini, auknefndur Dr. Doom, segir að hlutabréf á mörkuðum heimsins hafi hækkað of mikið, of snemma og of hratt. Af þeim sökum telur hann að þessir markaðir muni taka dýfu niður á við á yfirstandandi ársfjórðungi eða fyrsta ársfjórðung á næsta ári. Þessi orð lét Roubini, sem kennir við Háskólann í New York, falla í viðtali við Bloomberg fréttaveituna í Istanbul um helgina. Hlutabréf hafa hækkað gífurlega í verði á helstu mörkuðum heimsins undanfarna sex mánuði. Þannig hefur S&P 500 vísitalan hækkað um 51% á þessum tíma og Dow Jones Stoxx 600 vísitalan í Evrópu um 48%. „Hinn raunverulegi efnahagur er vart farinn að rétta úr kútnum á meðan markaðarnir eru á þessari leið," segir Roubini. Hann segir að ef hagvöxtur taki ekki strax við sér muni..."markaðir að lokum staðna og laga sig að réttu verðmati. „Ég sé bil á milli þess hvað er að gerast á mörkuðunum og veikari raunstöðu á efnahagssviðinu." Roubini telur að til skamms tíma litið þurfi frekari aðgerðir til að ýta undir vöxt efnahagslífsins til þess að koma í veg fyrir verðhjöðnun. „Hinsvegar eru auðveldir peningar þegar farnir að skapa eignabólu á hlutabréfamarkaðinum," segir Roubini. Prófessorinn telur sem sagt að á meðan verið sé að auka hagvöxt og koma í veg fyrir verðhjöðnun sé jafnframt verið að undirbúa jarðveginn fyrir næstu hringrás fjárhagslegs óstöðuleika Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Hagfræðiprófessorinn Nouriel Roubini, auknefndur Dr. Doom, segir að hlutabréf á mörkuðum heimsins hafi hækkað of mikið, of snemma og of hratt. Af þeim sökum telur hann að þessir markaðir muni taka dýfu niður á við á yfirstandandi ársfjórðungi eða fyrsta ársfjórðung á næsta ári. Þessi orð lét Roubini, sem kennir við Háskólann í New York, falla í viðtali við Bloomberg fréttaveituna í Istanbul um helgina. Hlutabréf hafa hækkað gífurlega í verði á helstu mörkuðum heimsins undanfarna sex mánuði. Þannig hefur S&P 500 vísitalan hækkað um 51% á þessum tíma og Dow Jones Stoxx 600 vísitalan í Evrópu um 48%. „Hinn raunverulegi efnahagur er vart farinn að rétta úr kútnum á meðan markaðarnir eru á þessari leið," segir Roubini. Hann segir að ef hagvöxtur taki ekki strax við sér muni..."markaðir að lokum staðna og laga sig að réttu verðmati. „Ég sé bil á milli þess hvað er að gerast á mörkuðunum og veikari raunstöðu á efnahagssviðinu." Roubini telur að til skamms tíma litið þurfi frekari aðgerðir til að ýta undir vöxt efnahagslífsins til þess að koma í veg fyrir verðhjöðnun. „Hinsvegar eru auðveldir peningar þegar farnir að skapa eignabólu á hlutabréfamarkaðinum," segir Roubini. Prófessorinn telur sem sagt að á meðan verið sé að auka hagvöxt og koma í veg fyrir verðhjöðnun sé jafnframt verið að undirbúa jarðveginn fyrir næstu hringrás fjárhagslegs óstöðuleika
Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira