Erlent

Cameron fordæmdir lausn Lockerbie morðingja

David Cameron, flokksleiðtogi íhaldsmanna í Bretlandi, fordæmir þá ákvörðun skoskra yfirvalda að sleppa Abdelbaset Ali al-Megrahi úr haldi en hann átti aðild Lockerbie ódæðinu árið 1988 en þá fórust 270 manns um borð í þotu Pan Am flugfélagsins. Cameron segir ákvörðun yfirvalda algjörlega fjarstæðukennda.

„Þessi maður var dæmdur sekur um að hafa myrt 270 manns. Hann sýndi þeim enga miskunn. Fórnarlömbunum var ekki leyft að fara heim til ættingja sinn og deyja í eigin rúmi," sagði flokksleiðtoginn og vísaði til þess að Megrahi verður leyft að fara til heimalands síns Líbýu en hann er sagður þjást af krabbameini í blöðruhálskirtli.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×