Viðskipti innlent

Straumur birtir ekki ársreikning

Mynd/GVA
Straumur Burðarás fjárfestingabanki mun ekki birta ársreikning sinn enn um sinn en vinnu við gerð ársreiknings fyrir árið 2008 er ólokið.

Þann 9. mars tók Fjármálaeftirlitið yfir vald hluthafafundar Straums, vék stjórn bankans frá störfum og skipaði Straumi skilanefnd sem tók við öllum heimildum stjórnar félagsins.

Fram kemur í tilkynningu að endurskipulagning Straums stendur nú yfir og hefur framkvæmdastjórn bankans fundað með lánveitendum í þeim tilgangi að endurskipuleggja rekstur félagsins og koma nýrri skipan á fjármál þess.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×