Erlent

Sléttuúlfar drápu unga söngkonu

Óli Tynes skrifar
Taylor Mitchell
Taylor Mitchell Mynd/AP

Taylor Mitchell var upprennandi þjóðlagasöngkona í Kanada sem þótti eiga bjarta framtíð. Hún var nítján ára gömul.

Hún dó eftir árás tveggja sléttuúlfa þegar hún var ein á gangi í þjóðgarði í Nova Scotia í gærmorgun.

Hópur fólks sem var á gangi í þjóðgarðinum á sama tíma heyrði neyðaróp hennar og öskrin í úlfunum.

Fólkið hafði samband við skógarverði sem komu fljótt á vettvang. Þeir skutu annan úlfinn en hinn hvarf til skógar.

Taulor Mitchell var flutt með þyrlu á sjúkrahús en hún var svo illa særð að ekki var hægt að bjarga lífi hennar.

Afar sjaldgæft er að sléttuúlfar ráðist á fólk.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×