Viðskipti innlent

Hvað gerðist?

Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur flytur í Háskólanum í dag fyrirlestur með yfirskriftinni „Hvað gerðist eiginlega í bankahruninu?" Hann fjallar um eigin rannsóknir í nýútkominni bók sinni, Hrunið. Bókin er holl lesning og nauðsynleg hverjum sem þarf að glöggva sig á rás atburða, því ótrúlega hratt vill fenna yfir atganginn. Velt er við steinum bæði í fjármálum og hjá stjórnvöldum.

Til dæmis veltir Guðni upp þeirri spurningu hvort stolt ráðamanna hér hafi ráðið því að ekki var leitað aðstoðar alþjóðasamfélagsins fyrr en í algjört óefni var komið og hvort ekki hefði verið réttast að leita strax ásjár hjá Alþjóða­gjald­eyris­sjóðnum eftir hrun bank­anna „í stað þess að hika dögum saman".












Fleiri fréttir

Sjá meira


×