Ísland fær alls enga sérmeðferð hjá NIB 5. desember 2009 06:00 Johnny Åkerholm, forstjóri Norræna fjárfestingarbankans, segir að alls ekki hafi verið skrúfað fyrir lánveitingar til Íslands. Meiri áhætta fylgi nú lánum hingað til lands og það skýri hækkun vaxta. Tilkynning Norræna fjárfestingarbankans á hærri vaxtakjörum á nokkrum íslenskum lánum er í fullu samræmi við reglur bankans, segir Johnny Åkerholm, forstjóri bankans. Hann segir Íslendinga fá sömu meðferð hjá bankanum og aðra. „Bankinn hefur ekki tekið neina ákvörðun um að hætta að fjármagna verkefni á Íslandi, alls enga. En við störfum náttúrlega einnig, líkt og alþjóðlegar lánastofnanir og einkabankar, eftir reglum um eðlilega bankastarfsemi og við metum áhættuna þegar kemur að fjármögnun og lánveitingum. Á Íslandi höfum við verið settir í flokk með fjárfestum í einkageiranum og það hefur að sjálfsögðu aukið áhættu okkar umtalsvert. Það sést best á því að virðisrýrnun lána okkar kemur í raun frá Íslandi." Líkt og Fréttablaðið greindi frá tilkynnti bankinn nokkrum íslenskum lántakendum um hærri vaxtakjör á lánum. Á langtímalánum eru vaxtakjör endurskoðuð reglulega. „Við endurmat tökum við tillit til aukinnar áhættu. Við mátum þessi lán alveg eins og við hefðum gert við lán frá öðrum löndum, hvort sem það væri Svíþjóð eða Finnland, svo dæmi sé tekið. Áhættan hefur aukist og því hækka vextirnir." Johnny segir að vegna mistaka hafi það gerst í einhverjum tilvikum að lántakanum hafi ekki verið tilkynnt um endurmat innan tilskilins frests, sem er 45 dögum fyrir vaxtaákvörðunardag. Endurskoðun verði frestað í þeim tilvikum. „Við endurskoðun hefur bankinn samband við viðskiptavini og tilkynnir um breytta vaxtaákvörðun. Viðskiptavinurinn getur þá kosið að taka lán annars staðar og greiða lánið upp hjá okkur ef hann er ósáttur, eða samþykkt kjör okkar eða endursamið. Um þetta gilda sömu reglur fyrir alla." Forstjórinn segir bankann fylgjast vel með því hvað alþjóðleg matsfyrirtæki gera og ljóst sé að lánshæfismati Íslands hafi hrakað umtalsvert. Ísland sé þó ekki eina landið þar sem áhættumat hafi breyst vegna efnahagsástandsins og vextir séu endurmetnir í takt við það. „Við höfum þó ekki lent í sérstökum vandræðum nema á Íslandi." Norræni fjárfestingarbankinn á umtalsverða kröfu í þrotabú gömlu bankanna. kolbeinn@frettabladid.is Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira
Tilkynning Norræna fjárfestingarbankans á hærri vaxtakjörum á nokkrum íslenskum lánum er í fullu samræmi við reglur bankans, segir Johnny Åkerholm, forstjóri bankans. Hann segir Íslendinga fá sömu meðferð hjá bankanum og aðra. „Bankinn hefur ekki tekið neina ákvörðun um að hætta að fjármagna verkefni á Íslandi, alls enga. En við störfum náttúrlega einnig, líkt og alþjóðlegar lánastofnanir og einkabankar, eftir reglum um eðlilega bankastarfsemi og við metum áhættuna þegar kemur að fjármögnun og lánveitingum. Á Íslandi höfum við verið settir í flokk með fjárfestum í einkageiranum og það hefur að sjálfsögðu aukið áhættu okkar umtalsvert. Það sést best á því að virðisrýrnun lána okkar kemur í raun frá Íslandi." Líkt og Fréttablaðið greindi frá tilkynnti bankinn nokkrum íslenskum lántakendum um hærri vaxtakjör á lánum. Á langtímalánum eru vaxtakjör endurskoðuð reglulega. „Við endurmat tökum við tillit til aukinnar áhættu. Við mátum þessi lán alveg eins og við hefðum gert við lán frá öðrum löndum, hvort sem það væri Svíþjóð eða Finnland, svo dæmi sé tekið. Áhættan hefur aukist og því hækka vextirnir." Johnny segir að vegna mistaka hafi það gerst í einhverjum tilvikum að lántakanum hafi ekki verið tilkynnt um endurmat innan tilskilins frests, sem er 45 dögum fyrir vaxtaákvörðunardag. Endurskoðun verði frestað í þeim tilvikum. „Við endurskoðun hefur bankinn samband við viðskiptavini og tilkynnir um breytta vaxtaákvörðun. Viðskiptavinurinn getur þá kosið að taka lán annars staðar og greiða lánið upp hjá okkur ef hann er ósáttur, eða samþykkt kjör okkar eða endursamið. Um þetta gilda sömu reglur fyrir alla." Forstjórinn segir bankann fylgjast vel með því hvað alþjóðleg matsfyrirtæki gera og ljóst sé að lánshæfismati Íslands hafi hrakað umtalsvert. Ísland sé þó ekki eina landið þar sem áhættumat hafi breyst vegna efnahagsástandsins og vextir séu endurmetnir í takt við það. „Við höfum þó ekki lent í sérstökum vandræðum nema á Íslandi." Norræni fjárfestingarbankinn á umtalsverða kröfu í þrotabú gömlu bankanna. kolbeinn@frettabladid.is
Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira