Bara tíu ár frá tæknibyltingu 5. desember 2009 04:15 Netsjónvarpstengingar þar sem loftnet eru óþörf og aukin samskipti og gagnaflutningar á netinu hafa aukið þörfina á enn hraðari nettengingum. Ljósleiðaratengingar eru sagðar það sem koma skuli.Nordicphotos/AFP Upplýsingatækni ADSL-háhraðanettengingar hér á landi eru tíu ára um þessar mundir. Síminn tengdi fyrsta viðskiptavin sinn um ADSL 1. desember 1999. 6. desember sama ár var hafin almenn markaðssetning og sala á slíkum tengingum. Nýju tengingarnar buðu upp á mun meiri hraða á netinu en upphringisambönd þau sem ráðandi voru áður, en þá þurftu notendur að hringja inn með mótaldi og hlusta á són og tölvubrak á meðan tölvan tengdist. „ADSL markaði tímamót í sögu gagnaflutnings því um var að ræða sítengingu eins og flestir þekkja tæknina í dag,“ segir í tilkynningu sem Síminn sendi frá sér í tilefni tímamótanna. Í upprifjun Símans kemur jafnframt fram að þótt talað hafi verið um byltingu hvað varðaði háhraða-gagnaflutninga með tilkomu ADSL-tenginga hafi tæknin fyrsta kastið verið plöguð af tæknilegum örðugleikum. Haft hafi verið á orði að ADSL stæði fyrir „Andskotans, Djöfulsins SambandsLeysi“. ADSL stendur fyrir enska orðasambandið „Asymmetric digital subscriber line“ og þýðir að gagnaflutningur fari frá einum stað til annars ósamhverft um símalínur. „Meginkosturinn er sá að hvorki símasambandið né gagnaflutningurinn truflar hvert annað vegna ólíkrar tíðni.“ Nú eru nánast allir landsmenn sem nota netið sagðir tengjast því um ADSL-tengingar. „Tölur úr nýrri skýrslu Póst- og fjarskiptastofnunar sýna að tæplega 100 þúsund ADSL-áskriftir eru hér á landi. Margfalt færri nota ljósleiðarann, þótt hann hafi farið vaxandi, og enn færri fá Internetsamband í gegnum örbylgjuloftnet eða gervihnött.“ Síminn segir að spár sérfræðinga árið 1999 um sívaxandi þörf fyrir bandvídd hafi gengið eftir og aðrar tegundir DSL-tenginga og ljósleiðaratengingar sagðar vera framtíðin. „Með því gefst heimilum kostur á margföldum Internethraða, allt að 100 megabitum á sekúndu, og háskerpu-, gagnvirku sjónvarpi svo fátt eitt sé nefnt.“ olikr@frettabladid.is Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Upplýsingatækni ADSL-háhraðanettengingar hér á landi eru tíu ára um þessar mundir. Síminn tengdi fyrsta viðskiptavin sinn um ADSL 1. desember 1999. 6. desember sama ár var hafin almenn markaðssetning og sala á slíkum tengingum. Nýju tengingarnar buðu upp á mun meiri hraða á netinu en upphringisambönd þau sem ráðandi voru áður, en þá þurftu notendur að hringja inn með mótaldi og hlusta á són og tölvubrak á meðan tölvan tengdist. „ADSL markaði tímamót í sögu gagnaflutnings því um var að ræða sítengingu eins og flestir þekkja tæknina í dag,“ segir í tilkynningu sem Síminn sendi frá sér í tilefni tímamótanna. Í upprifjun Símans kemur jafnframt fram að þótt talað hafi verið um byltingu hvað varðaði háhraða-gagnaflutninga með tilkomu ADSL-tenginga hafi tæknin fyrsta kastið verið plöguð af tæknilegum örðugleikum. Haft hafi verið á orði að ADSL stæði fyrir „Andskotans, Djöfulsins SambandsLeysi“. ADSL stendur fyrir enska orðasambandið „Asymmetric digital subscriber line“ og þýðir að gagnaflutningur fari frá einum stað til annars ósamhverft um símalínur. „Meginkosturinn er sá að hvorki símasambandið né gagnaflutningurinn truflar hvert annað vegna ólíkrar tíðni.“ Nú eru nánast allir landsmenn sem nota netið sagðir tengjast því um ADSL-tengingar. „Tölur úr nýrri skýrslu Póst- og fjarskiptastofnunar sýna að tæplega 100 þúsund ADSL-áskriftir eru hér á landi. Margfalt færri nota ljósleiðarann, þótt hann hafi farið vaxandi, og enn færri fá Internetsamband í gegnum örbylgjuloftnet eða gervihnött.“ Síminn segir að spár sérfræðinga árið 1999 um sívaxandi þörf fyrir bandvídd hafi gengið eftir og aðrar tegundir DSL-tenginga og ljósleiðaratengingar sagðar vera framtíðin. „Með því gefst heimilum kostur á margföldum Internethraða, allt að 100 megabitum á sekúndu, og háskerpu-, gagnvirku sjónvarpi svo fátt eitt sé nefnt.“ olikr@frettabladid.is
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira