Innlent

Haförn í Hvalfjarðarsveit

Haförn.
Haförn.

Í síðustu viku sást til hafarnar norðan við Laxá í Hvalfjarðarsveit ofan við Stóra Lambhaga samkvæmt vef Hvalfjarðarsveitar.

Þar segir að Það voru hjónin Arnbjörg og Kristján á Stóra Lambhaga sem urðu hans vör í göngutúr meðfram ánni.

Erninum fylgdu nokkrir forvitnir hrafnar.

Það er ekki á hverjum degi sem fréttist af haferni í Hvalfjarðarsveit en oft sést til brandugla sem þykir alltaf upplifun að sögn sveitunga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×