Erlent

Systir Castros njósnaði fyrir CIA

Óli Tynes skrifar
Juanita Castro.
Juanita Castro.

Juanita Castro systir Kúbverska leiðtogans hefur upplýst að hún hafi njósnað um bróður sinni fyrir bandarísku leyniþjónustuna CIA.

Juanita segist hafa njósnað fyrir CIA frá 1961 til 1964 en þá flúði hún og fékk hæli í Bandaríkjunum. Hún segist ekki hafa talað við bræður sína Fidel og Raoul í fjörutíu ár.

Ævisaga Juanitu er væntanleg á næstu dögum. Þar skýrir hún frá njósnum sínum sem meðal annars stóðu yfir í Kúbudeilunni margfrægu.

Hún segir að upphaflega hafi hún verið hlynnt byltingu bróður síns sem rændi böldum á Kúbu árið 1959.

Smám saman missti hún trúna á byltingunni þegar bróðir hennar lét taka andstæðinga sína af lífi í stórum stíl og sigldi hraðbyri inn í kommúnismann.

Juanita segist hafa falið marga andstæðinga Fidels í húsi sínu og hann hafi hætt að heimsækja hana af þeim sökum. Hann lét þó ekki öryggislögregluna ráðast inn hjá henni.

Castro systkinin eru sjö talsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×