Hver leggur meira af mörkum? 29. október 2009 06:00 Spurt er hvort stóriðjufyrirtækin vilji leggja sitt af mörkum til að hjálpa íslensku samfélagi og þjóðarbúskap á miklum erfiðleikatímum. Tilefnið er gagnrýni á orku-, umhverfis- og auðlindaskatta sem boðaðir eru í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2010. Svarið er afdráttarlaust já. Þar með er þó ekki öll sagan sögð, því brýnt er að gera hér grein fyrir annars vegar áhrifum boðaðra skatta á stóriðjufyrirtækin og hins vegar framlagi þeirra til samfélagsins og þjóðarbúskaparins. Ljóst er að hinir nýju skattar (séu þeir löglegir, sem við skulum láta liggja á milli hluta) koma til með að kosta Alcan á Íslandi hf. mörg hundruð milljónir króna á næsta ári, jafnvel upp undir tvo milljarða. Þetta kann að hljóma ótrúlega með hliðsjón af hughreystandi yfirlýsingum um að skattarnir verði almennir og leggist jafnt á alla notendur. Skýringin rennur væntanlega upp fyrir lesandanum þegar bent er á að álverið í Straumsvík kaupir um 18% af öllu rafmagni sem selt er á Íslandi, eða hér um bil fjórum sinnum meira en öll heimili samanlagt. Nefnt hefur verið til sögunnar „lágt auðlindagjald" sem geti verið til dæmis 20-30 aurar á kílówattstund og spurt hvort slíkt gjald væri fyrirtækjunum óbærilegt. Svarið er að 30 aurar á kílówattstund myndu þýða litlar 900 milljónir króna fyrir álverið í Straumsvík, enda notar það 3 þúsund gígawattstundir á ári. Efast má um að til sé það fyrirtæki hér á landi sem þætti 900 milljóna króna viðbótarskattur bærilegur, hvað þá lágur. Ofan á þetta bætist kolefnisgjaldið sem boðað er. Ekki liggur fyrir hve miklum heildartekjum það á að skila í ríkissjóð á næsta ári en með hliðsjón af rafskautanotkun álversins, sem er umtalsverð, má ætla að það muni kosta fyrirtækið nokkur hundruð milljónir króna á ári til viðbótar við rafmagnsskattinn. Verði alvara gerð úr hugmyndinni um 14 evrur á hvert tonn koldíoxíðs, sem nefnd er í greinargerð með fjárlagafrumvarpinu sem dæmi um mögulega álagningu, þarf Alcan á Íslandi hf. að greiða yfir 700 milljónir króna á ári. Slík eru hin lágu, hóflegu og almennu gjöld sem fyrirtækin hafa leyft sér að gagnrýna, og uppskorið fyrir það aðdróttanir um að þau vilji jafnvel ekki leggja neitt af mörkum. Víkur þá sögunni að því hvað þau leggja af mörkum nú þegar. Nefnum fyrst tekjuskattinn. Alcan á Íslandi hefur á undanförnum tíu árum greitt 13 milljarða króna á núvirði í tekjuskatt, eða að meðaltali 1,3 milljarða á ári (hluta þessa tímabils greiddi fyrirtækið 33% skatt skv. upphaflegum fjárfestingarsamningi). Árið 2007 nam tekjuskattur þessa eina fyrirtækis 1,3 milljörðum króna eða um 3% af öllum tekjusköttum ríkisins af fyrirtækjum. Öll fyrirtæki í hótel- og veitingahúsarekstri, hugbúnaðargerð og tengdri ráðgjöf og lögfræðiþjónustu greiddu lægri tekjuskatt samanlagt en Alcan á Íslandi þetta ár. Tekjuskattur fyrirtækisins samsvaraði yfir fjórðungi af samanlögðum tekjuskatti allra verslunarfyrirtækja landsins. Það skýtur skökku við að þurfa að biðjast afsökunar á þessu. Greiða mörg fyrirtæki hærri skatt? Álverið í Straumsvík kaupir einnig vörur og þjónustu af yfir 800 íslenskum aðilum fyrir yfir 5 milljarða króna á ári. Fyrirtækið hefur veitt yfir 450 starfsmönnum vel launaða vinnu í yfir 40 ár samfleytt. Virkjunarmannvirkin sem upphaflega voru reist í Búrfelli til að knýja álverið eru núna fullafskrifuð og skila eiganda sínum milljarðatekjum á ári með sáralitlum tilkostnaði. Þrátt fyrir að hart hafi verið á dalnum í áliðnaðinum að undanförnu - og mörg álver víða um heim hafi ýmist dregið úr starfsemi eða jafnvel hætt starfsemi - samþykkti fjárfestingarnefnd Rio Tinto miðvikudaginn 30. september fjárveitingu til framkvæmda í Straumsvík sem miða að því að auka framleiðslugetu álversins. Vinnan getur hafist strax. Gert er ráð fyrir að verkefnið í heild kalli á um 600 ársverk, sem sparar um einn milljarð í atvinnuleysisbætur, og það felur í sér um það bil 13 milljarða innlendan kostnað, sem að stórum hluta mun skila sér í vasa hins opinbera. Kannski er mest um vert að það treystir rekstur álversins til framtíðar - þar á meðal þær miklu tekjur sem ríkið hefur af þessari starfsemi bæði beint og óbeint. Daginn eftir að fjárfestingarnefndin veitti þessa heimild var fjárlagafrumvarpið lagt fram með tillögum um skatta sem vandséð er að muni kosta fyrirtækið undir eitt þúsund milljónum króna á næsta ári. Alcan á Íslandi vill svo sannarlega halda áfram að leggja stóran skerf af mörkum til íslensks samfélags. Við óttumst hins vegar að við fáum ekki tækifæri til þess ef vegið verður með svo alvarlegum hætti að rekstrargrundvelli fyrirtækisins. Höfundur framkvæmdastjóri samskiptasviðs Alcan á Íslandi hf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Skoðun Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Sjá meira
Spurt er hvort stóriðjufyrirtækin vilji leggja sitt af mörkum til að hjálpa íslensku samfélagi og þjóðarbúskap á miklum erfiðleikatímum. Tilefnið er gagnrýni á orku-, umhverfis- og auðlindaskatta sem boðaðir eru í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2010. Svarið er afdráttarlaust já. Þar með er þó ekki öll sagan sögð, því brýnt er að gera hér grein fyrir annars vegar áhrifum boðaðra skatta á stóriðjufyrirtækin og hins vegar framlagi þeirra til samfélagsins og þjóðarbúskaparins. Ljóst er að hinir nýju skattar (séu þeir löglegir, sem við skulum láta liggja á milli hluta) koma til með að kosta Alcan á Íslandi hf. mörg hundruð milljónir króna á næsta ári, jafnvel upp undir tvo milljarða. Þetta kann að hljóma ótrúlega með hliðsjón af hughreystandi yfirlýsingum um að skattarnir verði almennir og leggist jafnt á alla notendur. Skýringin rennur væntanlega upp fyrir lesandanum þegar bent er á að álverið í Straumsvík kaupir um 18% af öllu rafmagni sem selt er á Íslandi, eða hér um bil fjórum sinnum meira en öll heimili samanlagt. Nefnt hefur verið til sögunnar „lágt auðlindagjald" sem geti verið til dæmis 20-30 aurar á kílówattstund og spurt hvort slíkt gjald væri fyrirtækjunum óbærilegt. Svarið er að 30 aurar á kílówattstund myndu þýða litlar 900 milljónir króna fyrir álverið í Straumsvík, enda notar það 3 þúsund gígawattstundir á ári. Efast má um að til sé það fyrirtæki hér á landi sem þætti 900 milljóna króna viðbótarskattur bærilegur, hvað þá lágur. Ofan á þetta bætist kolefnisgjaldið sem boðað er. Ekki liggur fyrir hve miklum heildartekjum það á að skila í ríkissjóð á næsta ári en með hliðsjón af rafskautanotkun álversins, sem er umtalsverð, má ætla að það muni kosta fyrirtækið nokkur hundruð milljónir króna á ári til viðbótar við rafmagnsskattinn. Verði alvara gerð úr hugmyndinni um 14 evrur á hvert tonn koldíoxíðs, sem nefnd er í greinargerð með fjárlagafrumvarpinu sem dæmi um mögulega álagningu, þarf Alcan á Íslandi hf. að greiða yfir 700 milljónir króna á ári. Slík eru hin lágu, hóflegu og almennu gjöld sem fyrirtækin hafa leyft sér að gagnrýna, og uppskorið fyrir það aðdróttanir um að þau vilji jafnvel ekki leggja neitt af mörkum. Víkur þá sögunni að því hvað þau leggja af mörkum nú þegar. Nefnum fyrst tekjuskattinn. Alcan á Íslandi hefur á undanförnum tíu árum greitt 13 milljarða króna á núvirði í tekjuskatt, eða að meðaltali 1,3 milljarða á ári (hluta þessa tímabils greiddi fyrirtækið 33% skatt skv. upphaflegum fjárfestingarsamningi). Árið 2007 nam tekjuskattur þessa eina fyrirtækis 1,3 milljörðum króna eða um 3% af öllum tekjusköttum ríkisins af fyrirtækjum. Öll fyrirtæki í hótel- og veitingahúsarekstri, hugbúnaðargerð og tengdri ráðgjöf og lögfræðiþjónustu greiddu lægri tekjuskatt samanlagt en Alcan á Íslandi þetta ár. Tekjuskattur fyrirtækisins samsvaraði yfir fjórðungi af samanlögðum tekjuskatti allra verslunarfyrirtækja landsins. Það skýtur skökku við að þurfa að biðjast afsökunar á þessu. Greiða mörg fyrirtæki hærri skatt? Álverið í Straumsvík kaupir einnig vörur og þjónustu af yfir 800 íslenskum aðilum fyrir yfir 5 milljarða króna á ári. Fyrirtækið hefur veitt yfir 450 starfsmönnum vel launaða vinnu í yfir 40 ár samfleytt. Virkjunarmannvirkin sem upphaflega voru reist í Búrfelli til að knýja álverið eru núna fullafskrifuð og skila eiganda sínum milljarðatekjum á ári með sáralitlum tilkostnaði. Þrátt fyrir að hart hafi verið á dalnum í áliðnaðinum að undanförnu - og mörg álver víða um heim hafi ýmist dregið úr starfsemi eða jafnvel hætt starfsemi - samþykkti fjárfestingarnefnd Rio Tinto miðvikudaginn 30. september fjárveitingu til framkvæmda í Straumsvík sem miða að því að auka framleiðslugetu álversins. Vinnan getur hafist strax. Gert er ráð fyrir að verkefnið í heild kalli á um 600 ársverk, sem sparar um einn milljarð í atvinnuleysisbætur, og það felur í sér um það bil 13 milljarða innlendan kostnað, sem að stórum hluta mun skila sér í vasa hins opinbera. Kannski er mest um vert að það treystir rekstur álversins til framtíðar - þar á meðal þær miklu tekjur sem ríkið hefur af þessari starfsemi bæði beint og óbeint. Daginn eftir að fjárfestingarnefndin veitti þessa heimild var fjárlagafrumvarpið lagt fram með tillögum um skatta sem vandséð er að muni kosta fyrirtækið undir eitt þúsund milljónum króna á næsta ári. Alcan á Íslandi vill svo sannarlega halda áfram að leggja stóran skerf af mörkum til íslensks samfélags. Við óttumst hins vegar að við fáum ekki tækifæri til þess ef vegið verður með svo alvarlegum hætti að rekstrargrundvelli fyrirtækisins. Höfundur framkvæmdastjóri samskiptasviðs Alcan á Íslandi hf.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun