Svartur dagur í Bandaríkjunum 17. febrúar 2009 21:00 Mynd úr safni Talsvert verðfall varð á bandarískum hlutabréfamarkaði kvöld en fjárfestar hafa efasemdir um að björgunaraðgerðir stjórnvalda dugi til að spyrna fótum við kreppunni. Associated Press-fréttastofan hefur eftir heimildamönnum í fjármálageiranum að dugi björgunaraðgerðirnar ekki til sé ljóst að tíminn einn muni að lokum binda endi á efnahagsþrengingarnar og verði því mjög erfitt að spá fyrir um hvenær efnahagslífið snúi til betri vegar. Litlu virðist hafa skipt, þótt Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hafi staðfest björgunarpakka ríkisstjórnarinnar, sem Bandaríkjaþing samþykkti í síðustu viku. Björgunarpakkanum, sem hljóðar upp á 787 milljarða Bandaríkjadala, er ætlað að hleypa lífi í bandarísk efnahagslíf. Helstu áhyggjur manna vestanhafs snúa að bílarisunum General Motors og Chrysler sem bæði áttu að reiða fram endurskoðaða rekstraráætlun í dag. Í áætluninni átti að koma fram hvort fyrirtæki sjái fram á að greiða til baka þau neyðarlán sem hið opinbera hefur sett inn á reikninga fyrirtækjanna til að forða þeim frá þroti. Enn lá ekki fyrir í kvöld hvort rekstraráætlunin liggi á borði yfirvalda. Dow Jones-hlutabréfavísitalan féll um 3,79 prósent. Vísitalan endaði í 7552 stigum. Þá féll S&P 500-vísitalan um um 4,56 prósent og endaði hún í 789 stigum. Báðar vísitölurnar hafa ekki verið lægri síðan seint í nóvember í fyrra en þá höfðu þær fallið hratt í kjölfar gjaldþrot bandaríska fjárfestingabankans Lehman Brothers rétt rúmum tveimur mánuðum áður. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Talsvert verðfall varð á bandarískum hlutabréfamarkaði kvöld en fjárfestar hafa efasemdir um að björgunaraðgerðir stjórnvalda dugi til að spyrna fótum við kreppunni. Associated Press-fréttastofan hefur eftir heimildamönnum í fjármálageiranum að dugi björgunaraðgerðirnar ekki til sé ljóst að tíminn einn muni að lokum binda endi á efnahagsþrengingarnar og verði því mjög erfitt að spá fyrir um hvenær efnahagslífið snúi til betri vegar. Litlu virðist hafa skipt, þótt Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hafi staðfest björgunarpakka ríkisstjórnarinnar, sem Bandaríkjaþing samþykkti í síðustu viku. Björgunarpakkanum, sem hljóðar upp á 787 milljarða Bandaríkjadala, er ætlað að hleypa lífi í bandarísk efnahagslíf. Helstu áhyggjur manna vestanhafs snúa að bílarisunum General Motors og Chrysler sem bæði áttu að reiða fram endurskoðaða rekstraráætlun í dag. Í áætluninni átti að koma fram hvort fyrirtæki sjái fram á að greiða til baka þau neyðarlán sem hið opinbera hefur sett inn á reikninga fyrirtækjanna til að forða þeim frá þroti. Enn lá ekki fyrir í kvöld hvort rekstraráætlunin liggi á borði yfirvalda. Dow Jones-hlutabréfavísitalan féll um 3,79 prósent. Vísitalan endaði í 7552 stigum. Þá féll S&P 500-vísitalan um um 4,56 prósent og endaði hún í 789 stigum. Báðar vísitölurnar hafa ekki verið lægri síðan seint í nóvember í fyrra en þá höfðu þær fallið hratt í kjölfar gjaldþrot bandaríska fjárfestingabankans Lehman Brothers rétt rúmum tveimur mánuðum áður.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira