Erlent

Loftslagsmál og Lissabon-sáttmálin rædd í Brussel

Loftslagsmál og Lissabon-sáttmálinn eru þau mál sem líklegast þykir að brenni mest á leiðtogum Evrópusambandsþjóðanna þegar þeir hittast á leiðtogafundi í Brussel í dag. Á fundinum er stefnt að því að komast að niðurstöðu um hve mikið hvert aðildarland sambandsins þarf að greiða til þróunarríkjanna til þess að hjálpa þeim í baráttunni gegn loftslagsbreytingum.

Danir hafa þegar lýst yfir efasemdum um að hægt verði að ná sáttum í málinu áður en blásið verður til loftlagsráðstefnunnar í Kaupmannahöfn. Þá er einnig búist við því að leiðtogarnir ræði hvað hægt sé að bjóða Tékkum fyrir að samþykkja Lissabon sáttmálann en forseti landsins Vaclav Klaus er eini leiðtogi sambandsins sem neitað hefur að skrifa undir sáttmálann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×