Fótbolti

Ólafur: Yngri mennirnir fá nú sénsinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ólafur ræðir við skoska fjölmiðlamenn.
Ólafur ræðir við skoska fjölmiðlamenn. Mynd/Stefán
Ólafur Jóhannesson leit á björtu hliðarnar eftir tap íslenska landsliðsin í Skotlandi í kvöld.

Skotland vann leikinn, 2-1, og því með þriggja stiga forystu á Ísland í öðru sæti riðilsins. Vonir Íslands um að komast í umspil um sæti á HM eru því nánast horfnar.

Ólafur sagði þó ljóst að liðið væri á réttri leið, þó svo að úrslitin væru ekki alltaf eins og hann vildi hafa þau.

„Fyrir þennan leik misstum við fimm stráka úr þessu liði sem hafa verið að spila reglulega. Í kvöld fengum við nýja menn inn í liðið og mér finnst að við séum að stækka hópinn okkar."

„Mér finnst aðalmálið nú í framtíðinni að efla leik liðsins. Að gefa yngri mönnum séns til að gera þá tilbúna fyrir verkefni framtíðarinnar. Og ég er reiðbúinn að gefa þeim það tækifæri."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×