Ríkisskattstjóri hótar lögmönnum vegna eiganda aflandsfélaga Guðný Helga Herbertsdóttir skrifar 18. október 2009 19:17 Ríkisskattstjóri hefur hótað tug lögmanna málssókn veiti þeir ekki upplýsingar um hverjir eru raunverulegir eigendur aflandsfélaga sem þeir stofnuðu fyrir viðskiptavini sína í skattaparadísum. Ríkisskattstjóri hefur undanfarið unnið að því að greina eignarhald á íslenskum fyrirtækjum og tengsl íslenskra aðila, einstaklinga sem fyrirtækja, við erlend félög í skattaskjólum. Um 400 félög hafa verið til skoðunar. Samkvæmt heimildum fréttastofu stofnuðu íslensku bankarnir um 250 aflandsfélög. Íslensku bankarnir í Lúxemborg og lögmenn stofnuðu hin 150 sem eru til skoðunar. Ríkisskattstjóri hefur að undanförnu sent fyrirspurnir bæði til banka og lögmanna um hverjir séu raunverulegir eigendur félaganna. Nokkuð hefur borið á því að lögmenn neita að svara og bera fyrir sig trúnaðarskyldu við umbjóðendur sína. Þá hafa bankarnir einnig neitað að gefa upplýsingar á þeirri forsendu að þær liggi í Lúxemborg og því ekki aðgengilegar. Margt bendir þó til að bankarnir hér á landi búi í reynd yfir þessum upplýsingum. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur Ríkisskattstjóri nú sent ítrekunarbréf til tug lögmannanna þar sem hnekkt er á nýju ákvæði í skattalögum um að lögaðilum beri að veita upplýsingar um erlend dótturfélög sín. Geri þeir það ekki muni þeir eiga á hættu að Ríkisskattstjóri höfði mál gegn þeim. Nokkrir lögmenn munu í kjölfarið hafa veitt upplýsingarnar en enn eru nokkrir sem hafa ekki orðið við því. Mest lesið Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Davíð Tómas ráðinn framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Sjá meira
Ríkisskattstjóri hefur hótað tug lögmanna málssókn veiti þeir ekki upplýsingar um hverjir eru raunverulegir eigendur aflandsfélaga sem þeir stofnuðu fyrir viðskiptavini sína í skattaparadísum. Ríkisskattstjóri hefur undanfarið unnið að því að greina eignarhald á íslenskum fyrirtækjum og tengsl íslenskra aðila, einstaklinga sem fyrirtækja, við erlend félög í skattaskjólum. Um 400 félög hafa verið til skoðunar. Samkvæmt heimildum fréttastofu stofnuðu íslensku bankarnir um 250 aflandsfélög. Íslensku bankarnir í Lúxemborg og lögmenn stofnuðu hin 150 sem eru til skoðunar. Ríkisskattstjóri hefur að undanförnu sent fyrirspurnir bæði til banka og lögmanna um hverjir séu raunverulegir eigendur félaganna. Nokkuð hefur borið á því að lögmenn neita að svara og bera fyrir sig trúnaðarskyldu við umbjóðendur sína. Þá hafa bankarnir einnig neitað að gefa upplýsingar á þeirri forsendu að þær liggi í Lúxemborg og því ekki aðgengilegar. Margt bendir þó til að bankarnir hér á landi búi í reynd yfir þessum upplýsingum. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur Ríkisskattstjóri nú sent ítrekunarbréf til tug lögmannanna þar sem hnekkt er á nýju ákvæði í skattalögum um að lögaðilum beri að veita upplýsingar um erlend dótturfélög sín. Geri þeir það ekki muni þeir eiga á hættu að Ríkisskattstjóri höfði mál gegn þeim. Nokkrir lögmenn munu í kjölfarið hafa veitt upplýsingarnar en enn eru nokkrir sem hafa ekki orðið við því.
Mest lesið Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Davíð Tómas ráðinn framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Sjá meira